Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 106
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 106 TMM 2018 · 1 er nú heimsblað 130, Le Monde í París 110 og New York Times 75.40 Erlendir fjölmiðlar41 (og innlendir!)42 fjölluðu m.a. um grunsemdir um að íslenzkir bankar hefðu stundað fjárböðun fyrir rússnesku mafíuna43 og um tilraun þv. ríkisstjórnar og Seðlabankans til að komast hjá að þiggja aðstoð Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins með því að taka heldur risalán hjá Pútín Rússlandsfor- seta.44 Grunsemdirnar eru enn á sveimi m.a. vegna þess að Ísland kann að koma við sögu í rannsókn bandaríska saksóknarans Roberts Mueller á tengslum Trumps forseta og manna hans við Rússa, þ. á m. dæmda menn og mafíósa.45 Þetta er samt ekki allt. Fyrir liggur að miklu fé var mokað út úr bönkunum í miðju hruni,46 bæði mánudaginn 6. október 2008 eins og leknu gögnin sem Stundin birti frá Glitni vitna um og lögbann var lagt á fyrir nokkru47 og jafnvel einnig þriðjudaginn 7. október eins og Robert Wade og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir hafa lýst. Þau skrifa [mín þýðing, ÞG]:48 „Meðan krónan var í frjálsu falli, gjaldeyrisforðinn var á þrotum og engar hömlur öftruðu útstreymi fjármagns, var gengið fest í fáeinar klukkustundir; þetta var e.t.v. stytzta fastgengisskeið sem sögur fara af. En það var nógu langt til þess að vel tengdir innherjar gátu fært fé sitt úr krónum yfir í gjaldeyri á miklu hagstæðara gengi en þeim myndi bjóðast síðar. Heimildir innan bankanna herma að milljarðar hafi flúið krónuna þessar klukkustundir. … Síðan var krónan sett á flot – og hún sökk eins og steinn.“ XI. Virðing Alþingis Ótti við hvítþvott af hálfu Rannsóknarnefndar Alþingis reyndist ekki réttur. Nefndin skilaði góðu verki á heildina litið. Hitt er þó rétt að RNA tók á hvorugu málinu sem lýst er hér að framan, hvorki meintri fjárböðun fyrir Rússa né meintum mokstri fjár vel tengdra manna út úr bönkunum og út úr landinu í miðju hruni, þ.m.t. lán Seðlabankans til Kaupþings, meðan venju- legt fólk sat eftir með sárt ennið og sumir misstu aleiguna. Yfirvöldin hafa haft nægan tíma til að rannsaka þessa atburðarás, en þau hafa kosið að leiða hana hjá sér. Tilfinnanlegust er e.t.v. vanræksla Alþingis sem samþykkti í desember 2012 að láta fara fram rannsókn á einkavæðingu bankanna en ekkert bólar þó enn á slíkri rannsókn. Svo vant sem Alþingi er að virðingu sinni getur það varla talið sæma að fagna 100 ára afmæli fullveldisins 1. desember 2018 með lúðraþyt og söng eftir að hafa látið fyrningarfrest meintra innherja- og umboðssvika í hruninu líða hjá sjö vikum fyrr vitandi vits – og stolið nýju stjórnarskránni í þokka- bót.49 Rifjast nú upp fyrir mér spurningin sem einn helzti listamaður þjóðar- innar beindi til mín við kvöldverðarborð í heimahúsi: Datt ykkur ekki í hug að bjóða þeim að halda þýfinu í skiptum fyrir nýju stjórnarskrána? Ekki mitt að bjóða, svaraði ég.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.