Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 108
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 108 TMM 2018 · 1 Á það á e.t.v. eftir að reyna hvort unnt verður ef með þarf að skjóta refsileysi í málum með mikilvægu mannréttindaívafi til úrskurðar erlendra mann- réttindadómstóla, t.d. Mannréttindadómstóls Evrópu, eða til Mannrétt- indanefndar Sameinuðu þjóðanna. Getur hvaða kjósandi sem er í þéttbýlu kjördæmi talizt hafa lögvarða hagsmuni af jöfnu vægi atkvæða í kosningum? Getur hvaða Íslendingur sem er talizt hafa lögvarða hagsmuni af jafnræði í ráðstöfun rentunnar af auðlindum í þjóðareigu og af hagsýnni ráðstöfun almenningseigna? – t.d. gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands. Spurningar sem þessar gætu reynzt eiga erindi við dómstóla í ljósi örrar framþróunar mann- réttinda. Í „Nokkrum frumreglum um vernd og eflingu mannréttinda til að sporna gegn refsileysi“ (e. Set of Principles for the Protection and Promotion of Human Rights Through Action to Combat Impunity) sem lagðar voru fyrir Mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóðanna 8. febrúar 2008, er refsileysi lýst svo [mín þýðing, ÞG]:52 Það heitir refsileysi (e. impunity) þegar „ókleift reynist að lögum eða í reynd að láta meinta lögbrjóta sæta ábyrgð – hvort heldur í sakamálum, einka- málum, málum sem varða stjórnsýslulög eða agabrot – þar eð hinir brotlegu eru ekki látnir sæta rannsókn sem kynni að leiða til ákæru á hendur þeim, handtöku, lögsóknar og, teldist sök sönnuð, til refsingar að lögum og greiðslu skaðabóta til fórnarlamba.“ Fyrsta frumreglan í skjalinu hljóðar svo [mín þýðing, ÞG]: „Refsileysi stafar af því að ríkisvaldið vanrækir skyldu sína til að rannsaka meint lögbrot; til að gera viðeigandi ráðstafanir varðandi meinta lögbrjóta, einkum innan réttarkerfisins, með því að tryggja að þeir sem grunaðir eru um ólöglegt athæfi séu ákærðir, yfir þeim sé réttað og þeir dæmdir til við- eigandi refsingar að lögum; til að veita fórnarlömbum virk réttarúrræði (e. effective remedy) og tryggja þeim þá um leið viðeigandi skaðabætur; til að tryggja ófrávíkjanlegan rétt til að sannleikurinn um lögbrot sé leiddur í ljós; og til að gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir ítrekuð brot.“ Þessar frumreglur þarf Alþingi í ljósi sögunnar að tileinka sér að fyrra bragði frekar en að eiga á hættu að erlendum dómstólum verði blandað í málið líkt og þegar mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gaf Alþingi bindandi fyrirmæli um að nema brotaþáttinn burt úr fiskveiðistjórnar- kerfinu. Mannréttindamál og baráttan fyrir mannréttindum hafa þróazt hratt undangengin ár. Fram undir aldamótin 2000 var megináherzla lögð á afhjúpun mannréttindabrota, þ. á m. valdníðslu gegn fólki sem hefur verið refsað eða jafnvel stungið inn fyrir skoðanir sínar og sætir að auki illri meðferð í fangelsi. Aðferðin var að segja frá: „Name them and shame them,“ eins og sagt er á ensku, beita þrýstingi. Baráttan beindist gegn brot- legu almannavaldi. Álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.