Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 110
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 110 TMM 2018 · 1 Allir dómarar Hæstaréttar hafa sótt sömu lagadeild í Háskóla Íslands. Ef tíu ár af röskum 90 eru undan skilin, hafa dómsmálaráðherrar tveggja flokka, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, skipzt á um að stýra dómsmála- ráðuneytinu allar götur frá 1926 og haft skipan dómara á hendi sinni. Fimm af hæstaréttardómurunum sex sem úrskurðuðu kosninguna til Stjórnlaga- þings 2010 ógilda höfðu verið skipaðir í réttinn af Sjálfstæðisflokknum sem reyndist síðan vera höfuðandstæðingur nýrrar stjórnarskrár. Undangengin ár hefur það gerzt nokkrum sinnum að hlutdrægni dómsmálaráðherra við skipun í dómaraembætti hefur bakað ríkinu skaðabótaskyldu gagnvart hæfari umsækjendum sem ráðherra gekk fram hjá. Nýlega úrskurðaði Hæsti- réttur að dómsmálaráðherra braut stjórnsýslulög við skipun í dómaraemb- ætti en ráðherrann lætur engan bilbug á sér finna.59 Ekkert þessu líkt gæti gerzt í nokkru nálægu landi. Almenningur ber eftir því lítið traust til dómskerfisins. Frá aldamótum fram að hruni 2008 treysti rösklega þriðjungur viðmælenda Capacents dómskerfinu og Alþingi, en frá hruni til þessa hafa 30% til 40% áfram sagzt treysta dómskerfinu borið saman við 10% til 20% sem segjast treysta Alþingi.60 Svo virðist nú sem löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið ætli sér að virða einnig að vettugi nýjar upplýsingar um meint umboðssvik með gáleysislegri meðferð almannafjár (Kaupþingslánið 6. október 2008) og um vanrækslu í skilningi laga sem birtist í meintum fjáraustri vel tengdra manna úr bönk- unum í miðju hruni. Fyrra brotið getur varðað allt að níu ára fangelsi, þ.e. sex ára hámarksrefsingu fyrir umboðssvik skv. 249. gr. hegningarlaga með 50% álagi þegar opinber starfsmaður á í hlut skv. 138. gr. sömu laga. Ef Alþingi og ríkisstjórn, lögregla og saksóknarar leyfa þessum málum að fyrnast 6. október 2018 frekar en að hefja rannsókn þeirra, þá er illt í efni. Heggur sá er hlífa skyldi ef löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið taka höndum saman um að hefta framgang réttvísinnar. Má af þessu ráða nauðsyn þess að ný stjórnarskrá nái án frekari tafar fram að ganga með skarpari skilum milli löggjafarvalds, framkvæmdarvalds og dómsvalds. Tilvísanir 1 Prófessor í hagfræði í Háskóla Íslands. Þessi ritgerð er að stofni til og efnislega samhljóða fjögurra greina flokki sem birtist í Fréttablaðinu 23. og 30. nóvember og 7. og 14. desember 2017 undir yfirskriftinni Samstæð sakamál I, II, III og IV. Textinn hefur verið aukinn talsvert með ýmsum viðbótum til áréttingar og fyllingar. Kaflinn um refsileysi er nýr og einnig lokakaflinn. Ég er þakklátur fáeinum sagnfræðingum og öðrum fræðimönnum og einnig fv. dómurum fyrir að lesa textann yfir á báðum vinnslustigum og veita mér gagnlegar ábendingar þótt ég kjósi í ljósi efnisins og efnistaka minna að nefna engin nöfn af nærgætni við þessa félaga mína og fjölskyldur þeirra. 2 Morgunblaðið sagði frá bókinni 6. desember 1990: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/60408/. 3 Sjá Gylfi Þ. Gíslason, „Marshalláætlunin“, Almanak Hins íslenzka þjóðvinafélags, 1949, bls. 38–52. Sjá einnig https://is.wikipedia.org/wiki/Marshall%C3%A1%C3%A6tlunin. 4 Ég taldi einnig rétt að gera sérstökum saksóknara grein fyrir frásögn Kristjáns sem náði meira en hálfa öld aftur í tímann og snerist um þrjú mál: hermang, bankamisferli og símahleranir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.