Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 117

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 117
H u g v e k j a TMM 2018 · 1 117 eyðast af þurrkum. Kannske verða þeir þá eldum að bráð. Gabríel söng, á fimmta degi: Á sterkum vængjum flýgur örninn stoltur og klýfur loftið í hröðu flugi upp til sólarinnar. Morgunninn heilsar glöðum söng lævirkjans. Dúfurnar blíðu kurra af ást. Úr hverjum runni og limgerði hljómar sætur söngur lævirkjans. Úríel (tenor) tók í sama streng: Í kátum hringum svífa glaðværir fuglaskarar og vagga sér í blænum. Gullið sólarljósið skerpir litadýrð fjaðranna í víxlfluginu. En fuglarnir týna nú óðum tölunni, sjó- fuglar gleypa plastflöskur sem standa fastar í kokinu eða þeir matast olíu, á landi dragast hreiðurlendin saman, þar sem kríur hafa löngum orpið er komið bílastæði, á vegum úti klessast fuglar á framrúðum bíla eða sálast af völdum alls kyns eiturefna, borgarljósin leiða farfugla á glapstigu. Raphael söng, einnig á fimmta degi: Það glampar á fiskinn í ljósum bárunum og hann smýgur spriklandi fram og aftur. Úr dýpstu djúpunum kemur Leviathan dansandi upp í freyðandi ölduganginn. Kannske minnir þetta á hið kunna mál- tæki „að vera eins og fiskurinn í sjón- um“, en merking þess hefur snúist við, því nú syndir sá frægi fiskur í verk- smiðjuúrgangi, alls kyns eiturefnum eða olíu úr skipum. Svo festist hann kannske í neti sem losnað hefur úr einhverjum bát og velkist til og frá. Og yfir öllu grúfir ofveiðin. Og þegar stórhvelið Leviathan kemur dansandi úr djúpun- um mætir honum skutull með sprengi- hleðslu, söngur hans í djúpunum er að hljóðna. Og enn söng Raphael, á sjötta degi: Þá opnar jörðin skaut sitt og í hlýðni við orð drottins leiðir hún fram lifandi skepnur af öllum tegundum, fullvaxnar, óteljandi. Þarna er ljónið öskrandi af gleði, og hér stekkur fram lipurt tígrisdýrið. Hjörturinn sprettharði lyftir hornunum hátt. Tignarlegur hesturinn skeiðar fram og hneggjar með faxið fljúgandi, fullur hreysti og kjarks. Úti í grænum haganum eru nautin þegar komin á beit í stórum hjörðum. Grundirnar þekja vel ullaðir sauðir eins og þeim hafði verið sáð. Eins og rykmökkur þyrlast flugnasveimur. Á moldinni skríða ormar í löngum röðum. Sköpunarverkið blasir allt við með dýrð sinni og dásemdum. En nú er sú sýn orðin heldur betur skrumskæld og skekkt. Ljónin og tígrisdýrin eru að hverfa á braut úr heimkynnum sínum úti í náttúrunni; ljónið öskrar varla mikið af gleði og lipurt tígrisdýrið stekkur heldur ekki hátt á þeim einu stöðum þar sem þessar skepnur geta nú verið óhulltar, – í þröngum búrum dýragarðanna. Dádýrin eru í skemmti- görðum þar sem gestirnir gefa þeim sykurmola á sunnudögum. Einungis hestarnir eru nokkurn veginn á sínum stað, en holdanautum hefur fjölgað svo mikið vegna hamborgaraáts í stórborg- um að fretir þeirra fylla andrúmsloftið af gróðurhúsagasi. Dýrategundirnar verða aldauða upp til hópa, að sögn vís- indamanna eru þetta mestu útrýmingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.