Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 118

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 118
H u g v e k j a 118 TMM 2018 · 1 sögunnar síðan smástirnið kom risaeðl- unum í koll fyrir sextíu og fimm millj- ónum ára. Þetta eru sorglegar sjónhverfingar, en ef trúa má orðum loftslagsfræðinga, dýrafræðinga, grasafræðinga og annarra fræðinga í hvítum sloppum eða vatns- heldum treyjum er það sem í vændum er ennþá háskalegra. Við þetta allt saman bætist nefnilega sitt af hverju sem er ósýnilegt mannsauganu, efni sem er að finna í sakleysislegustu neysluvör- um, svo sem snyrtivörum, ilmvötnum og slíku, og brenglar hormónastarfsemi líkamans, ekki síst ungbarna og jafnvel fóstra í móðurkviði, skordýraeitur sem notuð eru í stórum stíl í nútímaland- búnaði og geta valdið krabbameini hjá mönnum – fyrir utan það að þau ógna líka öðru dýralífi en þeim er ætlað að tortíma, semsé býflugnasveimunum sem sjá um frjóvgun jurta – og svo síð- ast en ekki síst útblástur úr púströrum bíla sem breytir samsetningu andrúms- loftsins. Ef þessu heldur áfram verða afleiðingarnar skelfilegar, þroski barna hamlast, ekki síst þroski viðkvæmasta líffærisins, heilans, – eins og nú er sagt: „við verðum ekki aðeins að hugsa um það hvaða jörð við látum eftir handa börnum okkar heldur líka hvers konar börn við skiljum eftir á jörðinni“ – karl- ar og konur verða ófrjó, menn deyja fyrir tímann úr ýmislegum sjúkdómum, ekki aðeins krabbameini. Og svo er það sem ógnvænlegast er: loftslagsbreytingar sem gætu gert stóra hluti jarðar óbyggi- lega mönnum, eða kannske jörðina alla, og tortímt apanum hárlausa. Nú liggur í augum uppi að við þessu þarf að bregðast skjótt, og í hverra verkahring liggur það? Stjórnmála- manna að sjálfsögðu, þeir eru einu mennirnir sem gætu gert einhverjar rót- tækar ráðstafanir, auk þess er það skylda þeirra. En þar liggur hundurinn graf- inn, það er deginum ljósara að þeir munu ekki gera neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut, til að snúa þessari þróun við. Það er óþarfi að nefna Trump for- seta í vestri og nánustu ráðgjafa hans, þeir hafa frá upphafi verið ósparir á yfirlýsingar um að þeir trúi ekki hið minnsta á orð vísindamanna, kannske séu kenningar um loftslagsbreytingar uppspuni Kínverja til þess gerður að leggja bandarískt efnahagslíf í rúst; því hefur Trump þegar afnumið þær ráð- stafanir til að minnka mengun sem Obama gerði á sínum síðustu stjórnar- árum, og sagt upp alþjóðasamningum. Um Pútín í austri þarf heldur ekki að tala, hann véfengir reyndar ekki það sem spáð er, en hann álítur að sögn að við því sé ekkert að gera, og því sé eina ráðið að búa sig undir það sem best, og helst færa sér í nyt þau tækifæri sem hann trúir að þá muni gefast, t.d. með því að nema olíu og gas í Íshafinu og brenna hvort tveggja upp fyrir ærinn skilding í aðra hönd til að bæta hag ólíg- arka. Þetta segja smákóngarnir yfirleitt ekki upphátt, en þó var haft eftir Sar- kozy forseta: „er ekki komið nóg af þessu umhverfiskjaftæði?“ og vitað var að eftirmaður hans Hollande hafði ekki nokkurn minnsta áhuga á þessum málum. Kannske vildi Angela Merkel gera eitthvað, en það er nú þýski efna- iðnaðurinn, ekki má ganga gegn hags- munum hans. Þess vegna er þessum landsfeðrum og -mæðrum ljúft að ganga erinda þeirra sem hafa allan hag af því að ekkert sé gert. En ef þau hafa ekki áhuga á umhverfismálum hafa þau hins vegar brennandi áhuga á öðru, og það eru atkvæði umhverfisverndarsinna. Því er stjórnmálalistin orðin á þá leið að lát- ast vera að gera eitthvað, þykjast ætla að láta til skarar skríða en sjá svo til þess, svo lítið beri á, að úr því verði ekki neitt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.