Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 127

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 127
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 1 127 að upphaf hugsunar af þessu tagi megi rekja allt til rómverska sagnaritarans Tacitusar á fyrstu og annarri öld eftir Krist því að hann hafi stutt keppanda um keisarastöðu með því að ræða hvernig tilveran hefði getað þróast undir stjórn hans. Sem tímamótaverk á þessu sviði er líka talin frönsk bók frá 1836 þar sem lýst er leið Napoleons Bona- parte til heimsyfirráða hefði hann ekki beðið úrslitaósigur í orustu árið 1815. En blómaskeið þessarar gerðar sagnarit- unar kom þó ekki fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld, fyrst í enskumælandi heiminum. Sum andveruleg saga telst ótvírætt til sagnfræði, enda stendur hún í rauninni á bak við alla orsakagrein- ingu á því fræðasviði; þegar við segjum að a sé orsök b erum við að halda því fram að ekkert b hefði orðið ef a hefði ekki farið á undan. Í sumum ritum af þessu tagi er farið svo fjarri raunveru- leikanum að þau flokkast ótvírætt sem skáldskapur. Sem tímamótaverk af því tagi er nefnd skáldsagan Fatherland eftir Englendinginn Robert Harris sem gerist í höfuðborg Stór-Germaníu þegar leiðtoginn Adolf Hitler er að búa sig undir hyllingu í tilefni af 75 ára afmæli sínu. Svo má líka losa sig við hinn sagn- fræðilega veruleika með öllu og stilla saman tveimur skálduðum atburðarás- um. Sem verk af því tagi hefur verið nefnd kvikmyndin Sliding Doors frá 1998 sem fjallar um afleiðingar þess að kona, leikin af Gwyneth Paltrow, rétt sleppur inn um dyr á vagni í neðanjarð- arlest í einum skálduðum veruleika en missir af lestinni í öðrum. Nálægt aldamótunum síðustu gekk dálítil bylgja af andverulegri sögu yfir sagnfræði Norðurlanda. Ég á til dæmis danska bók frá 2001 sem heitir En anden historie. Ni alternative Dan- markshistorier. Fyrir utan fróðlegan eftir mála (sem ég er búinn að nota sem heimild hér að framan) eru þar níu sögur eftir danska sagnfræðinga af atburðum sem hefðu getað gerst en aldr- ei gerðust. Sú fyrsta segir frá því þegar her Mongóla lagði Danmörku undir sig árið 1241 í stað þess að draga sig óvænt til baka eftir hernaðarsigur við Liegnitz í Þýskalandi. Þeir héldu svo áfram allt til Vínlands. Af því leiddi meðal annars að heimurinn varð samstæðari en ella í fjölþjóðaríki Mongóla og sameinaðist um almenna tæknivæðingu strax á 15. öld. Einhver áform voru á þessum árum um að gefa út bók með andverulegum Íslandssögum. Þau náðu ekki á leiðar- enda en að minnsta kosti ein grein hefur birst sem átti að fara í þess konar bók, „Hvað ef Íslendingar hefðu verið fluttir á Jótlandsheiðar í Móðuharðindunum?“ eftir Helga Skúla Kjartansson í Skírni, í haustheftinu 2017. Það hæfir vel að Valur Gunnarsson velji sér andverulegan rithátt því að hann er bæði sagnfræðingur að mennt og reyndur skáldsagnahöfundur. Efnis- val hans virðist líka býsna upplagt og þó djarflega valið, í bók hans, Örninn og Fálkinn. Fyrsti kafli bókarinnar (á eftir Inngangi sem ég kem að síðar) byrjar á því að útlent herlið ræðst inn í Reykja- vík að morgni 10. maí 1940, ekki breskt herlið eins og í veruleikanum, heldur þýskt. Síðan eru raktir, hver innan um annan, þrír söguþræðir sem mynda þó eina sögu að því leyti að sögumaður og aðalpersóna þeirra er sá sami, auk fleiri persóna, og atburðarásirnar samrýmast hver annarri innbyrðis. Þessi sögumað- ur er íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem hefur komist fremur illa áfram í líf- inu og vinnur við það dæmigerða kvennastarf að afgreiða símtöl á sím- stöðinni í Reykjavík. Söguþræðirnir eru aðgreindir á þann einfalda hátt að sagt er í fyrirsögn hvers kafla hvar og hve-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.