Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 129

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 129
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 1 129 við hernáminu er lýst djarflega af nokk- uð afdráttarlausri hörku (bls. 159): „Og skyndilega voru allir orðnir nasistar. Loftvarnavirkið í Öskjuhlíð var full- byggt, og ekki laust við að menn væru dálítið stoltir yfir því að hægt væri að reisa slíkt mannvirki á Íslandi.“ Fyrsta atburðarásin, frá árunum 1938–39, er fremur hversdagsleg raunsæissaga en prýðilega skrifuð. Dregnar eru upp skýrar myndir af persónum, og upp- rennandi ástarsaga þeirra Sigurðar og Áslaugur gefur kannski fyrirheit sem bókin á ekki eftir að standa alls kostar við. En þegar kemur að þriðju atburðarás- inni er eins og skáldfákur höfundar láti ekki hemja sig innan þeirrar raunsæis- reglu sem andveruleg saga krefst. Mér finnst líklegt að margir lesendur bókar- innar séu því fegnir og vilji fremur þeysa með höfundi út í ævintýralandið. Ég hélt í fyrstu að höfundur væri að koma upp um fákunnáttu sína þegar hann klæðir hest í ullarsokk af manni í staðinn fyrir skeifu sem hann hefur misst (bls. 53). Slík fásinna er að það gæti komið hesti að gagni á miðhálendi Íslands, hvort sem er á jökli eða grjóti. Enginn Íslendingur með snert af kunn- ugleika mundi heldur gera það sem hér er gert, að skjóta hestana í óveðri og skýla sér undir skrokkum þeirra (bls. 81). Hins vegar má vel hugsa sér að menn bjargist með því að híma skjól- megin við lifandi hesta. En svo kemur smám saman í ljós að þessi ferð er ekki farin í heimi þess veruleika sem and- veruleikinn krefst. Um skeið minnir ferðasagan einna helst á ferðir Jules Verne niður í iður Snæfellsjökuls, og síðar spretta upp mannfjandsamleg mannvirki við Kárahnjúka, rétt eins og sagan væri innlegg í nýlega deilu um virkjun þar eystra. Ef við höldum okkur samt sem áður um skeið við kröfur af andverulegu tagi má finna að því að skrifað er eins og Norðmenn hafi gefist upp fyrir Þjóð- verjum á tveimur dögum vorið 1940 (bls. 42 og 301–02), þar sem þeir veittu raunar mótspyrnu í eina tvo mánuði. Ég sé ekki að þessi breyting þjóni neinum tilgangi, og meginreglan í andverulegri sögu er að breyta engu öðru en því sem leiðir af eina stóra stökkinu út í and- veruleikann. Það er líka hluti af íþrótt- inni að setja ekki inn í söguna neitt sem var ekki orðið til á sögutímanum. Valur flaskar ekki á mörgu af þessu tagi, og má þó benda á nokkur smáatriði. Ég vel að nefna það að hann gerir ráð fyrir að fullvaxnar íslenskar stúlkur hafi gengið í sokkabuxum, úr gervisilki, árið 1941 (bls. 184 og 256). En allir sem voru komnir með áhuga á buxnabúnaði stúlkna fyrir 1960 vita að sokkabuxur voru óþekktar flíkur á fullorðnum. Í fyrstu útgáfunni af Íslenzkri orðabók, 1963, eru sokkabuxur að vísu uppfletti- orð, en það er skýrt þannig að þær séu „buxur og sokkar í einni flík (alg. klæðnaður barna).“ Valur nýtur þess að skáldskapur lýtur engum algildum reglum. Því verður honum endanlega ekki legið á hálsi þótt bók hans sé unnin með býsna blandaðri aðferð. Hann leikur sér víða skemmti- lega með andveruleika en stekkur svo allt of langt frá veruleikanum til að rúmast innan þeirrar greinar. En texti hans er jafnan skemmtilegur aflestrar, og sumt sem hann lætur gerast er tilval- ið efni í ágreining og umræður meðal lesenda. Ef ég væri ennþá háskólakenn- ari í sagnfræði og ætti að kenna sögu 20. aldar mundi ég nota sem umræðuefni spurninguna um hvort það sé rétt að nánast allir Íslendingar hefðu orðið nasistar ef Þjóðverjar hefðu hernumið landið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.