Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 130

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 130
U m s a g n i r u m b æ k u r 130 TMM 2018 · 1 Silja Aðalsteinsdóttir Frá Vestmanna- eyjum til Vestur heims Þorvaldur Kristinsson: Helgi. Minningar Helga Tómassonar ballettdansara. Bjartur 2017. 282 bls. Við Helgi Tómasson dansari, danshöf- undur og dansleikhússtjóri, erum nán- ast jafnaldra og ég hef vitað af honum frá því að ég var unglingur. Ung kona og eldri fylgdist ég af áhuga með fréttum af honum og sigrum hans á danssviðum heimsins án þess þó að ganga svo langt að fara út í heim til að sjá hann á sviði. Þegar hann var væntanlegur með ball- ettflokkinn sinn hingað á Listahátíð árið 2000 hafði dagblaðið San Francisco Chronicle samband við mig sem menn- ingarblaðamann á DV og bað mig að taka viðtal við hann. Það fannst mér mikill heiður. Blaðið setti aðeins eitt skilyrði: Myndina með viðtalinu yrði að taka fyrir utan Höfða. Það hús þekktu Bandaríkjamenn eftir fund Reagans og Gorbatsjovs og það vildi blaðið hafa með á myndinni! Við Helgi tókum fullt tillit til þessarar óskar, og viðtöl mín við hann birtust bæði í San Francisco Chro- nicle og DV en Höfði sést mun betur á myndinni í ameríska blaðinu en því íslenska. Nú hefur Þorvaldur Kristinsson skrifað myndarlega bók um Helga Tóm- asson, fallega myndskreytta, og ég þekki aftur viðmælanda minn í hæverskri og stilltri fyrstu persónu frásögninni. Því Helgi miklast ekki af velgengni sinni þó að hann líti hana raunsæjum augum. Hann veit hvað hann getur og hvað hann gat, hann kann að lýsa því svo nákvæmlega að lesandi, jafnvel sá sem er ófróður um danslistina, skilji um hvað hann er að tala, þess vegna þarf hann ekki að hreykja sér eða grípa til stórra lýsingarorða. Frásögnin rennur ljúflega áfram, lengst af í réttri tímaröð. Þó tekur Helgi einstaka sinnum atriði út úr tímaröð og gefur þeim sérstakt rúm; þetta eru þættir sem á einhvern hátt eru sérstakir í lífi hans og fara illa með tímalínunni eins og meiðslin sem hann varð fyrir á sviði árið 1976. Venjulegur Íslendingur sem hefur fylgst með Helga Tómassyni úr fjarlægð undanfarin sextíu ár getur vel litið á hann sem ævintýraprins – óskabarn gæfunnar. Saga hans ber ekki á móti því en þó reynist hún mun dramatískari á köflum en mann hefði grunað. Hann fæddist 8. október 1942, í Reykjavík en ekki í Vestmannaeyjum þar sem þau hjónin Dagmar Helgadóttir og Tómas Snorrason bakari bjuggu. Og Dagmar fór ekki heim með soninn fyrr en næsta vor. Fyrstu minningarnar sem Helgi segir frá eru einhverjar glannalegustu andstæður sem ég man eftir að hafa lesið í bók um landa minn. Annars vegar er minningin dásamlega um það þegar hann var sóttur í hléi á sýningu danskra listdansara í Eyjum af því að móðursystir hans taldi að Helgi litli hefði gaman af að sjá ballett, atburður sem átti eftir að hafa varanleg áhrif á drenginn. Þá var Helgi á fimmta ári. Sama ár, kannski nokkrum vikum seinna, kemur Tómas drukkinn að rúmi drengsins þar sem hann lá háttaður, kastar kodda yfir andlit hans og þrýstir að. Móðirin slæst við mann sinn, tekst að ýta honum frá rúminu, hrifsar drenginn upp úr rúminu og segir honum að fara strax yfir í næsta hús: „Og ég hleyp út í myrkrið þennan stutta spöl yfir túnið, berfættur og á náttföt-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.