Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 131

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 131
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 1 131 unum.“ (11) Svo undursamlega vel er Helgi gerður að þessi seinni atburður virðist ekki hafa fylgt honum nærri því eins fast eftir og sá fyrri. Hann nefnir líka stríðnina sem hann var óspart beitt- ur sem „ballettstrákur“ á skólaárunum í Reykjavík en dvelur ekki við hana. Hann hefur engan tíma fyrir smámenni. Helgi komst seinna að því að hann væri rangfeðraður og það hefði verið svona hastarlegt afbrýðisemikast sem olli ofbeldisverkinu. Dagmar skildi nokkru seinna við Tómas og þau mæðg- in fluttust til Reykjavíkur þar sem Helgi ólst upp umvafinn ástríkri móðurfjöl- skyldu sem allt vildi fyrir hann gera. Hann var líka sannkallaður prins eins og sjá má á myndum, dökkeygur og dökkhærður eins og móðir hans og óvenju fríður strax sem barn. Maður skynjar að fríðleiki hefur ásamt kurteisu og tilgerðarlausu fasi hans ævinlega greitt honum götu, allt frá því þegar Erik Bidsted, skólastjóri Listdansskóla Þjóðleikhússins, og Lisa Kæregaard ball- ettdansari, kona hans, tóku hann upp á arma sína og höfðu hann hjá sér tvö sumur í Kaupmannahöfn. Þegar hann var fimmtán ára bauð Erik Bidsted honum fyrsta starfið við Pantomime- leikhúsið vinsæla í Tívolí sem Erik sá um. Þar dansaði Helgi í fjögur sumur og það er merkilegt að sjá hvernig sú reynsla kom honum að gagni mörgum árum og jafnvel áratugum seinna við að semja söguballetta – en líka hvernig hann tengir dansinn á hallandi sviðinu í Tívolí við bakmeiðsli á fullorðinsárum. Æðsta þrá Helga á þessum árum var að komast að í ballettskóla Konunglega danska ballettflokksins en þangað komst hann ekki vegna þess að hann var ekki Dani. Þjóðernishrokinn var alls- ráðandi í Evrópu á þessum árum. En í Bandaríkjunum var annar uppi, enda sannkölluð þjóðasúpa þar í landi. Það er með ólíkindum hvernig tilvilj- anirnar breyta lífi Helga hvað eftir annað – ef það voru þá tilviljanir. Frum- sýningu á söngleiknum My Fair Lady, þar sem Helgi átti að dansa, er frestað í Kaupmannahöfn haustið 1959 og Dag- mar býður syni sínum í heimsókn til Íslands í þessu óvænta fríi. Þangað kemur á sama tíma Jerome Robbins með ballettflokkinn Ballets: U.S.A. og fyrir tilstilli Lisu Kæregaard hittust þeir Helgi og Robbins fékk að sjá hann dansa. Árangurinn af þeim fundi var námsstyrkur til Bandaríkjanna. Þangað hélt Helgi haustið 1960, nýorðinn átján ára, og þar með voru örlög hans ráðin. Síðan er sterkur þráður milli þeirra Jerome Robbins alla tíð og Helgi þakkar ekki síst honum, velvilja hans og umhyggjusemi, frama sinn í Banda- ríkjunum, að stjórnarstarfinu í San Francisco meðtöldu. Helgi nemur við School of American Ballet veturinn 1960–1961, lítt mæltur á ensku, einmana og skítblankur í New York. Reyndar rennur manni til rifja hvernig farið var (er?) með dansara í launamálum. Algengt var að þeir fengju bara laun hluta úr ári, þann hluta sem sýningar stóðu yfir, en engin laun yfir æfingatímann. Það hefur þurft metnað og úthald til að þola slíkt árum saman. Þegar hann ræður sig í dansflokk Roberts Joffrey í desember 1961 þarf hann að fá lán hjá ballettmeistaranum til að geta tórt æfingatímann! „Löngu seinna, þegar ég stóð sjálfur í stöðu stjórnanda, skildi ég hann betur. Það er stundum óbærilega erfitt að starfrækja lítinn ballettflokk og ætla að ná endum saman. En þá stundina sveið mér óbilgirni hans, þetta voru hörð kjör.“ (63) Hvað eftir annað kemur fram að Helgi velur vel bardagana sína. Hann sættir sig við það sem óhjákvæmilegt er að þola en sýnir stolt – eða þrjósku –
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.