Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 132
U m s a g n i r u m b æ k u r
132 TMM 2018 · 1
þegar honum finnst hann beittur rang-
indum.
Helgi dansaði í The Robert Joffrey
Ballet í nokkur ár, fór með honum um
Bandaríkin þver og endilöng og í sínar
fyrstu heimsreisur sem hann segir afar
skemmtilega frá. Flokkurinn var í Kiev í
Úkraínu eftir vel heppnaða sýningarferð
um Sovétríkin þegar John F. Kennedy
var skotinn, forsetinn sem þau höfðu
setið veislu hjá og dansað fyrir aðeins
fáeinum vikum áður. Það er gott dæmi
um hvernig veraldarsagan kemur við
sögu Helga Tómassonar. Flokkurinn
skipti um nafn 1964, hét eftir það The
Harkness Ballet eftir aðalstyrktaraðila
hans. Með í flokknum var Marlene
Rizzo, gullfalleg bandarísk stúlka af
ítölskum ættum, sem Helgi féll fyrir í
fyrsta skipti sem hann leit hana augum
og í desember þetta ár giftu þau sig. Ein
af hliðarsögunum sem rjúfa tímaásinn
segir stuttlega frá þeirra farsæla hjóna-
bandi og hvernig þau komust að sam-
komulagi um skiptingu skylduverka
milli heimilis og atvinnu.
Ein skemmtilegasta frásögnin í bók-
inni er af þátttöku Helga í Alþjóðlegu
ballettkeppninni í Moskvu árið 1969. Sú
kemur heldur betur við þjóðarstoltið í
manni. Helgi keppti fyrir Bandaríkin en
lenti í vandræðum vegna þess að vega-
bréfið hans var íslenskt. Ólíkt okkar
tímum var Ísland eiginlega ekki til í
heiminum á þessum árum og ekki
höfðu umsjónarmenn keppninnar mikla
trú á þessum pilti frá engulandi: „Þá var
eins og við manninn mælt, upp í mér
blossaði þrjóskan, ég skyldi sýna þessum
helvítis karli að ég gæti dansað!“ Svo fór
að Helgi vann silfrið. Gullið hlaut ungur
maður sem líka átti framtíðina fyrir sér,
Míkhaíl Baryshníkov, sex árum yngri en
Helgi.
Við þennan sigur komst los á Helga
og hann sagði samningi sínum lausum
við Harknessballettinn án þess að hafa
nokkuð öruggt í hendi. Kannski hefur
hann alltaf treyst gæfu sinni – enda
hefur hún reynst honum trygg. Hann
fær umsvifalaust tvö tilboð og annað
þeirra frá sjálfum George Balanchine
hjá New York City Ballet. Í því húsi
starfaði hann í fimmtán ár frá sumrinu
1970, öll þau ár sem hann átti eftir sem
dansari. Hann hætti meðan hann var
enn virtur og dáður, hann þekkti sín
takmörk, hafði horft á aðra dansa of
lengi og vissi hvenær var komið nóg.
Hann gat vel hugsað sér að kenna en til
þess kom ekki. Nú fékk hann tilboð um
starf listræns stjórnanda Konunglega
danska ballettsins en það freistaði hans
ekki. Að kvöldi 27. janúar 1985, þegar
hann dansaði sinn síðasta dans hjá New
York City Ballet, voru tveir menn úr
stjórn San Francisco Ballet Company í
salnum og gerðu honum tilboð sem
hann hafnaði ekki.
Árin í San Francisco voru ekki ein-
tómur dans á rósum því þar mætti hann
megnari andúð og afbrýðisemi en nokk-
urn tíma áður, svo megnri að heilsa
hans var í hættu um skeið. Það er sann-
arlega lærdómsríkur lestur og áhrifaríkt
að fylgjast með því hvernig hann vinnur
sig upp úr þeim fúla pytti. Þar tók hann
við ballettflokki í meðallagi en kom
honum á undraskömmum tíma í
fremstu röð. Aðferð sinni lýsir hann af
þeirri nákvæmni sem einkennir allan
textann og ég giska á að við eigum skrá-
setjara, Þorvaldi Kristinssyni, að þakka.
Það er galdur að spyrja spurninga og
halda áfram að spyrja þangað til full-
nægjandi svör hafa fengist, því sá sem
hefur lifað viðburðina hefur alltaf til-
hneigingu til að skauta hraðar yfir en
kröfuharður lesandi vill. Það eina sem
mér þykir vanta í þennan lokahluta eru
fleiri myndir úr ballettsýningum Helga,
til dæmis af rómuðum búningum Jens-