Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 14
14 B ó k m e n n ta H át í ð Lily King Suður erna erlingsdóttir þýddi Þau halda suður og þegar þau færast undan þéttum Baltimore­himn­ inum í átt að lofti og sjó og heitri sól grátbiðja Flo og Matthew mömmu sína, Marie­Claude, að segja sögur. Flo dýrkar sögurnar um Marie­ Claude jafn unga og hún er núna og Matthew vill heyra, hvað eftir annað, hvernig hann fæddist. Þar sem Marie­Claude vill ekki að börnin tali um föður sinn, sem fór frá henni undir lok síðasta vors, fyrir næstum ári, segir hún þeim sögurnar sem þau óska eftir. Hún segir Flo frá Alain Delor, þeim fyrsta sem hún varð skotin í, og Matthew frá markaðnum í París þar sem hún missti vatnið þegar hún stóð og keypti ferskjur í rigningu. En þegar hún byrjar á sögunni af fyrsta dansleiknum sínum grípur Flo fram í. „Hvað með draugana í Austurríki, mamma? Er ekki til saga af einhverjum draugum á fínu balli?“ Marie­Claude hristir höfuðið, viss um að hafa sagt hvorugu barninu þá sögu. Flo notar höfuðpúðann til að hífa sig nær úr aftursætinu. „Jú, hún er til.“ Dálítið af fíngerðu hári móður hennar flækist í fingrunum, klístr­ uðum af sælgæti. „Fjandans, Florence. Þetta er sárt.“ „Maman!“ segir Matthew, innilega hneykslaður yfir að heyra blóts­ yrði úr munni móður sinnar. Marie­Claude er líka hissa og svolítið skelkuð yfir snöggri reiðibylgj­ unni. Hún hafði heitið sér að tala ekki harkalega við Flo í dag. Hún lítur á gríðarstóra klukkuna við hliðina á hraðamælinum: fjórir tímar í viðbót. Hún veltir fyrir sér hvort Flo eða jafnvel þau bæði hefðu átt að fara með föður sínum til New York í staðinn fyrir að koma með henni til Hatteras. Hún getur ekki sagt fyrir um eigið skap, eða stærðina á húsinu hjá Bill og Karen, eða hvort Matthew og Flo líki við börn vina­ fólks hennar. Hún vildi óska að hún hefði efni á flugmiða handa þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.