Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 14
14
B ó k m e n n ta H át í ð
Lily King
Suður
erna erlingsdóttir þýddi
Þau halda suður og þegar þau færast undan þéttum Baltimorehimn
inum í átt að lofti og sjó og heitri sól grátbiðja Flo og Matthew mömmu
sína, MarieClaude, að segja sögur. Flo dýrkar sögurnar um Marie
Claude jafn unga og hún er núna og Matthew vill heyra, hvað eftir
annað, hvernig hann fæddist.
Þar sem MarieClaude vill ekki að börnin tali um föður sinn, sem
fór frá henni undir lok síðasta vors, fyrir næstum ári, segir hún þeim
sögurnar sem þau óska eftir. Hún segir Flo frá Alain Delor, þeim fyrsta
sem hún varð skotin í, og Matthew frá markaðnum í París þar sem hún
missti vatnið þegar hún stóð og keypti ferskjur í rigningu.
En þegar hún byrjar á sögunni af fyrsta dansleiknum sínum grípur
Flo fram í. „Hvað með draugana í Austurríki, mamma? Er ekki til saga
af einhverjum draugum á fínu balli?“
MarieClaude hristir höfuðið, viss um að hafa sagt hvorugu barninu
þá sögu.
Flo notar höfuðpúðann til að hífa sig nær úr aftursætinu. „Jú, hún er
til.“ Dálítið af fíngerðu hári móður hennar flækist í fingrunum, klístr
uðum af sælgæti.
„Fjandans, Florence. Þetta er sárt.“
„Maman!“ segir Matthew, innilega hneykslaður yfir að heyra blóts
yrði úr munni móður sinnar.
MarieClaude er líka hissa og svolítið skelkuð yfir snöggri reiðibylgj
unni. Hún hafði heitið sér að tala ekki harkalega við Flo í dag.
Hún lítur á gríðarstóra klukkuna við hliðina á hraðamælinum: fjórir
tímar í viðbót. Hún veltir fyrir sér hvort Flo eða jafnvel þau bæði hefðu
átt að fara með föður sínum til New York í staðinn fyrir að koma með
henni til Hatteras. Hún getur ekki sagt fyrir um eigið skap, eða stærðina
á húsinu hjá Bill og Karen, eða hvort Matthew og Flo líki við börn vina
fólks hennar. Hún vildi óska að hún hefði efni á flugmiða handa þeim