Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 15
S U ð U r 15 öllum heim til Lyon um páskana. Hún lítur af veginum og á akrana til hliðar, hreyfing sem er eins kærkomin og það væri að rétta úr fótunum. Hún vildi geta haldið áfram að líta til hliðar. Matthew segir: „Hvaða saga um drauga í Austurríki? Horfðu á veginn, maman. Hvaða draugasaga?“ Hún veit að hann þrjóskast við, gleymir aldrei, ekki einn einasta dag í fríinu. „Það var í kastala,“ segir Flo, „virkilega gömlum óhugnanlegum kastala sem hafði verið merkilegur, eins og kóngur eða greifi hefði búið þar eða eitthvað. Og pabbi var þar. Ég held að þau hafi verið trúlofuð þá. Varstu trúlofuð pabba þá? Gerðu það, segðu frá þessu, mamma.“ Marie­Claude veltir fyrir sér hvernig Flo geti vitað um Austurríki. Stundum líður henni eins og það sé ekkert við líf hennar sem börnin geta ekki afhjúpað, geta ekki endurskilgreint. Einu sinni hafði hún haldið að það fylgdi því þokki og dulúð að vera foreldri og það sem væri ósagt um lífsreynslu hennar yrði virt og það sem væri afhjúpað yrði meðtekið andmælalaust, stöku sinnum sem viðteknar staðreyndir. Var það ekki þannig sem hún hafði litið á fortíð eigin foreldra? Kannski er það af því þau eru bandarísk, þessi börn hennar. „Segið þið tvö mér sögur. Ég er þreytt á að tala.“ „Nei,“ segir Flo. „Segðu draugasöguna. Gerðu það, mamma, gerðu það. Gerðu það!“ Matthew tekur undir og Marie­Claude lætur þau halda áfram langt fram yfir tímapunktinn þegar hún bjóst við að þau myndu hætta, þangað til klifunin raskar ró hennar meira en hugmyndin um að segja aðra sögu. „Allt í lagi,“ segir hún. „Allt í lagi.“ „Pabbi ykkar var ekki með mér þá,“ segir hún. „Ég hafði ekki einu sinni hitt hann.“ Hún reynir en mistekst að fela ánægjuna sem hún hefur af þeirri staðreynd. „Ég fór með Giselle frænku minni. Besta vin­ kona hennar í heimavistarskóla í Lausanne, Sigrid, hafði boðið henni. Ballið var rétt fyrir utan Linz í höll sem erkihertogi af Habsborgara­ ættinni hafði einu sinni átt, Frans eða Friedle eða einhver, eitt af sex­ tán börnum Frans fyrsta. Hún var seinna tekin eignarnámi þegar nýir valdhafar þvinguðu keisarafjölskylduna úr landi. Loks var hún seld afa og ömmu þessarar Sigrid. Ég þekkti þessa sögu ekki vel. Ég vissi bara að Giselle umgekkst ríkan vinahóp og að Sigrid var ekki sú eina sem gæti haldið veislu í eigin kastala. Og ég var dálítið líkari pabba ykkar þá. Ég hafði gaman af stórum húsum og fallegum fötum.“ „Hann hefur það ekki,“ sagði Flo, en jafnvel þótt hún væri pirruð yfir einni af hnútum móður sinnar gat hún ekki hleypt í sig nægri sann­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.