Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 16
16
B ó k m e n n ta H át í ð
færingu til að stofna til rifrildis. Hún var þegar farin að taka eftir því
hvernig faðir hennar virtist ánægðari þegar hún lék sér heima hjá Janine,
í húsi með sundlaug, en í íbúðinni hennar Lynn.
MarieClaude sér samstundis eftir samanburðinum, sér eftir geð
vonskunni á fyrsta ferðadeginum þeirra, og heldur snarlega áfram. „Ég
var pöruð saman við einn af frændum Sigrid, önugan strák sem virtist
ekki vilja tala um neitt nema strategískt klúður hjá franska hernum.
Landið hans er hernumið tvisvar í einu stríði og hann er nógu ósvífinn
til að vekja máls á því að Maginotlínan hafi verið misheppnuð! En
mér var eiginlega sama. Ég var á dansleik í fínum kjól og gat hlegið að
næstum öllu.“
Flo undrast tilhugsunina um mömmu sína (sem vinirnir kalla subbu,
sem er alltaf með hárið strekkt aftur í brúnni gúmmíteygju utan af dag
blaði) í ballkjól, að umbera fylgdarmanninn þolinmóð. Flo er byrjuð að
draga í efa myndirnar sem móðir hennar fóðrar þau á af lunderni sínu
áður en hún giftist föðurnum. Hún gefur sig alltaf út fyrir að hafa verið
flissgjörn og glaðvær, þyngdarafl lífsins hafi aldrei togað í hana fyrr
en hún var orðin gift með börn sem þurfti að ala upp. En svipurinn á
móður hennar er alvarlegur, hefur alltaf verið alvarlegur, yfirbragðið á
jafnvel mestu skyndimyndum úr bernsku minnir á, eins og faðir hennar
sagði eitt sinn, portrett af ráðherra.
Smám saman lætur sagan MarieClaude líða betur þegar hún lýsir
vagninum sem þau óku í, útsýninu að Dóná, svörtum hestunum í ljósa
skiptunum. Hún skynjar óskipta athygli barnanna, sætan andardrátt
Flo nálægt eyra hennar og lítinn líkama Matthews sem snýr að henni
og þessir áheyrendur láta henni finnast þörf fyrir sig á óhóflegri hátt en
venjulega, ekki eins hversdagslegan.
Það er frá svo mörgu að segja: görðunum, portinu, margbrotnum
kjólnum hennar. Að lokum eru orðin sem hún velur þau réttu; þau taka á
sig nákvæma mynd og mikilfengleika andartaksins sem þau lýsa. Henni
líður eins og hún sé sterk og lifandi þar sem hún keyrir börnin sín suður
eftir sléttum þjóðveginum.
Hún reynir að hugsa ekki lengra þar sem einhvers staðar er ókunn
ur malarvegur sem hún þarf að finna í myrkrinu. Þau eiga eftir að
koma seint og MarieClaude, sem lofaði að mæta í kvöldmat, verður
meðhöndluð eins og kærulaust barn af hálfu Bills og Karenar, sem eru
alvöru fjölskylda, með reiðhjól og barnfóstru sem býr hjá þeim. Og alveg
sama hversu mörgum leikjum börnin hennar finna upp á í vatninu eða
hversu afslappaðri sem henni líður hálfsofandi í sólinni, það að sjá stóra