Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 16
16 B ó k m e n n ta H át í ð færingu til að stofna til rifrildis. Hún var þegar farin að taka eftir því hvernig faðir hennar virtist ánægðari þegar hún lék sér heima hjá Janine, í húsi með sundlaug, en í íbúðinni hennar Lynn. Marie­Claude sér samstundis eftir samanburðinum, sér eftir geð­ vonskunni á fyrsta ferðadeginum þeirra, og heldur snarlega áfram. „Ég var pöruð saman við einn af frændum Sigrid, önugan strák sem virtist ekki vilja tala um neitt nema strategískt klúður hjá franska hernum. Landið hans er hernumið tvisvar í einu stríði og hann er nógu ósvífinn til að vekja máls á því að Maginot­línan hafi verið misheppnuð! En mér var eiginlega sama. Ég var á dansleik í fínum kjól og gat hlegið að næstum öllu.“ Flo undrast tilhugsunina um mömmu sína (sem vinirnir kalla subbu, sem er alltaf með hárið strekkt aftur í brúnni gúmmíteygju utan af dag­ blaði) í ballkjól, að umbera fylgdarmanninn þolinmóð. Flo er byrjuð að draga í efa myndirnar sem móðir hennar fóðrar þau á af lunderni sínu áður en hún giftist föðurnum. Hún gefur sig alltaf út fyrir að hafa verið flissgjörn og glaðvær, þyngdarafl lífsins hafi aldrei togað í hana fyrr en hún var orðin gift með börn sem þurfti að ala upp. En svipurinn á móður hennar er alvarlegur, hefur alltaf verið alvarlegur, yfirbragðið á jafnvel mestu skyndimyndum úr bernsku minnir á, eins og faðir hennar sagði eitt sinn, portrett af ráðherra. Smám saman lætur sagan Marie­Claude líða betur þegar hún lýsir vagninum sem þau óku í, útsýninu að Dóná, svörtum hestunum í ljósa­ skiptunum. Hún skynjar óskipta athygli barnanna, sætan andardrátt Flo nálægt eyra hennar og lítinn líkama Matthews sem snýr að henni og þessir áheyrendur láta henni finnast þörf fyrir sig á óhóflegri hátt en venjulega, ekki eins hversdagslegan. Það er frá svo mörgu að segja: görðunum, portinu, margbrotnum kjólnum hennar. Að lokum eru orðin sem hún velur þau réttu; þau taka á sig nákvæma mynd og mikilfengleika andartaksins sem þau lýsa. Henni líður eins og hún sé sterk og lifandi þar sem hún keyrir börnin sín suður eftir sléttum þjóðveginum. Hún reynir að hugsa ekki lengra þar sem einhvers staðar er ókunn­ ur malarvegur sem hún þarf að finna í myrkrinu. Þau eiga eftir að koma seint og Marie­Claude, sem lofaði að mæta í kvöldmat, verður meðhöndluð eins og kærulaust barn af hálfu Bills og Karenar, sem eru alvöru fjölskylda, með reiðhjól og barnfóstru sem býr hjá þeim. Og alveg sama hversu mörgum leikjum börnin hennar finna upp á í vatninu eða hversu afslappaðri sem henni líður hálfsofandi í sólinni, það að sjá stóra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.