Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 17
S U ð U r 17 fætur Bills, viðkvæma eftir veturinn, staulast eftir grýttum stígnum á ströndina minnir þau öll daglega á það sem hefur glatast. „Mamma,“ segir Flo og, þegar móðir hennar bregst ekki samstundis við: „Hvar voru draugarnir?“ „Danssalurinn var risastór og fylltur þessum stórfenglegu kjólum og smókingum og kampavínsglösum. Gólfið var úr svörtum marmara og ég man hversu fallegir skórnir mínir voru á þessum fleti. Hafið þið ein­ hvern tíma séð svartan marmara? Hann er svo hreinn og gljáandi, eins og safírar eða feldurinn á svörtum pardus.“ „Er það þar sem þú sást þá, á dansgólfinu?“ „Nei, ég sá hana í garðinum.“ Marie­Claude finnur andlit, lágt enni, skarpar brúnirnar á arnarnefi, ljótan, bólginn munn taka á sig mynd innan í sér. „Hún var ung, kannski á sama aldri og ég var þá, en and­ litið var aldrað af depurð. Hún bar sig vel, bein í baki, en hið innra var hún kreppt af harmi.“ „Hvernig vissirðu að hún var draugur?“ „Þegar þú sérð draug veistu það. Þú skynjar það.“ „Var hún gegnsæ? Talaðirðu við hana?“ „Hún var öðruvísi. Eitthvað við hreyfingarnar. Og hún var svo sorg­ mædd, hvernig hún gekk um garðinn, snerti blóm og greinar, eins og hún gæti komið einhverju af sorginni yfir á þau. Það gæti hafa verið munnsvipurinn. Ég veit það ekki. Það er erfitt að lýsa því hvernig ég vissi það.“ Flo ýtir sér frá höfuðpúða móðurinnar og fellur harkalega aftur í sætið. Hún fær sér brjóstsykur úr sellófanbréfi og dæsir hátt eftir að hafa stungið honum í munninn. Sæt angan af gervilímónu streymir fljótt fram í. „Ertu hætt að fylgjast með?“ segir Marie­Claude og horfir á úttroðna kinnina á Flo í baksýnis­ speglinum. „Það gerist ekkert í þessari sögu.“ Marie­Claude fyllist skelfilegri hvöt (því þau eru svo dónaleg, að heimta söguna sem hún vildi ekki segja og hunsa hana svo, Flo svo óþolinmóð, Matthew sofnaður) til að minna þau á sorg. Það væri svo auðvelt. Hún bíður eftir að gremjan dvíni, heldur svo áfram: „Hún var ekki gegnsæ, en húðin var undarleg. Það var ábyggilega þannig sem ég vissi að hún var ekki mennsk.“ „Hvað meinarðu með undarleg?“ „Hún var næstum eins og spanskgræna, grænleita slikjan á sumum málmum, þú veist, eins og armbandið hans pabba þíns, það sem hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.