Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 18
18 B ó k m e n n ta H át í ð gengur með út af ímyndaðri gigtinni, hvernig það verður þegar hann gleymir að láta einhvern fægja það. Þannig leit húðin á henni út í návígi.“ Í staðinn fyrir konuna birtist úlnliðurinn, hárlaus húðin undir arm­ bandinu, þanin æðin sem liggur frá hendinni að olnboganum. Hún elskar hann ennþá. Ef hann kemur ekki til baka (þau eru ekki skilin, ekki einu sinni að borði og sæng) veit hún að hún strýkur aldrei hand­ legginn á karlmanni aftur, stríðir aldrei manni á því að vera ímyndunar­ veikur eða heillaður af auðæfum. „Mér finnst gaman að fægja það. Hann lætur mig ekki gera það.“ „Æ, Flo, þú manst það ekki. Þú hataðir það einu sinni. Þig sveið í augun af fægileginum. Allavega, þetta var húðin á henni.“ Við hliðina á henni lak höfuðið á Matthew, sem hafði sigið og kippst upp, sigið og kippst upp, endanlega alla leið yfir á hurðina hans megin. Hún hugar að læsingunni og líður andartak eins og honum, finnur hvað það er indælt að gefa sig svefninum á vald í farþegasætinu í bíl einhvers annars. „Ég hataði það ekki. Og ég geri það líka ennþá.“ Flo hugsar um tæki­ færið sem hún hafði til að fara með föður sínum og kærustunni hans, Abigail, til Manhattan í staðinn. Hún þurfti að velja milli sjávar og safna, stórs húss með öðrum börnum og samliggjandi hótelherbergja (harðlokaðra frá háttatíma til morguns). Allt þetta virðist léttvægt núna. Eins og alltaf þegar faðir hennar er fjarverandi er hann orðinn ljúfur og sefandi. Hún gæti hringt í hann, tekið rútu til baka til Washington D.C. Hann fer ekki fyrr en í fyrramálið. Hvað ætli rútumiði kosti? „Ég talaði við hana.“ Marie­Claude snýr sér við til að athuga hvort Flo er ennþá að hlusta. Flo lítur ekki upp frá því sem hún er að gera: láta smápeninga falla úr einni hendi í aðra, svo aftur í buddu. „Ég spurði hana hvort hún skemmti sér á dansleiknum,“ segir Marie­Claude hlæjandi. „Ég vissi ekki hvers ég ætti annars að spyrja!“ „Talaðirðu frönsku eða þýsku?“ „Þýsku, held ég. En hún svaraði ekki með röddinni ‒ þetta var meira eins og hugsanaflutningur. En hún vildi ekki spjalla. Hún fór rakleitt fram hjá mér, aftur á gömlu leiðina sína hring eftir hring um rósa­ garðinn. „Þetta er ekki sama sagan.“ „Ég hef aldrei sagt þér þessa sögu áður, svo ég veit ekki við hverju þú bjóst.“ Þegar hún sagði manninum sínum söguna voru draugarnir tveir. Hún hafði viljað að hann sæi hvernig þau höfðu orðið. Hún lýsti öllu vand­ lega, hreyfingunum, fingrunum, munnsvipnum. Við megum ekki verða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.