Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 21
S U ð U r 21 andi hlaða eða ær að bera. Flo sæi það kannski fyrst og jafnvel áður en hún bæði um það myndi Marie­Claude leggja úti í vegkanti. Þær færu hljóðlega út úr bílnum, til að trufla ekki Matthew, og yrðu saman vitni að heitu hruni byggingar eða jafn yfirþyrmandi sjónarspili þar sem nýtt líf lenti á grasinu. Þær myndu kannski kreista fingur hvor annarrar af eftirvæntingu. En hlöður í Frakklandi, rifjast upp fyrir henni, eru gerðar úr steini. Úr sneiðinni sem Flo sér af andliti móður sinnar í speglinum veit Flo að hún er reið. Hún ákveður að hún vilji bara láta Marie­Claude skilja sig eftir á rútustöð áður en hún heldur áfram að húsinu. Það færu væntan­ lega rútur í norðurátt á nokkurra tíma fresti. Pabbi hennar verður himinlifandi, jafnvel glaðari en ef hún hefði valið New York frá byrjun. Mamma hennar horfir ekki aftur í lengur; Flo hefur staðið hana að of mörgum lygum. En hún er ekki búin. Áður en hún fer, tekur rútu sem móðir hennar verður hæstánægð með að koma henni í, vill hún standa hana að einni lygi enn. „Þú elskar Matthew meira en mig,“ segir hún. „Þú gerir það.“ Þetta er ásökun sem Marie­Claude hefur óttast síðan Matthew fædd­ ist. Hún er forviða á því að þetta sé fyrsta skiptið sem hún hefur nokkurn tíma verið orðuð. Þar til nú vissi hún aldrei hvað hún myndi segja. Í dag sprettur svarið fram fyrirhafnarlaust: „Hann gerir mér auðveldara fyrir, Flo. Það er auðveldara að elska hann.“ Hún bíður svars, og tækifæris til að biðjast afsökunar eða skýra málið nánar, en heyrir bara, eftir langa þögn, skrjáfið í öðru sælgætisbréfi. Hún lætur staðhæfinguna liggja í loftinu milli þeirra, harðna og verða staðreynd. Hún styrkir hana, gefur tilfinningu fyrir algeru frelsi. Þetta er eins og fyrstu hreinskilnu orðin sem hún hefur nokkurn tíma sagt. Meira en klukkustund síðar, enn í aftursætinu, með fæturna á stórri tuðrunni sem hún hefur þegar æft sig tvisvar að lyfta til að vera viss um að geta borið hana að rútunni, man Flo hvernig hún heyrði söguna um drauginn. Þetta var fyrsta nóttin sem hún var í íbúð föður síns eftir skilnaðinn. Allt lífið skiptist núna í það sem gerðist fyrir og það sem gerðist eftir skilnaðinn. Þetta var skömmu eftir hann, á þessum fyrstu vikum sem ómögulegt er að rifja upp í smáatriðum. En það birtist leiftur, í þessum heita bíl á suðurleið, þar sem hún grætur í glænýju rúmi, grát­ biður föður sinn um sögu sem svæfir hana. Hann kann ekki að segja sögu, staðhæfir hann, en Flo trúir honum ekki. Allir geta sagt sögu, öskrar hún á hann. Allir. Að lokum sest hann á rúmið og segir henni að þegar þau Marie­Claude (og Flo man þetta líka, hvernig hann sagði Marie­Claude og ekki mamma eins og hann var vanur, eins og móðir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.