Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 26
26 B ó k m e n n ta H át í ð fylgt eftir með skáldsögunni Foe, en þó að skáldsögurnar séu alls ótengdar má glöggt sjá á þeim sterk sameiginleg stílbrigði og efnistök. Búið er að selja kvikmyndaréttinn að báðum bókunum og er Reid titlaður sem einn af fram­ leiðendum kvikmyndanna beggja, og má því ætla að hann muni hafa áhrif á endanlega útkomu þeirra. Sérstaklega er beðið með eftirvæntingu eftir kvikmyndinni sem byggð verður á Ég er að spá í að slútta þessu, en bókin fangaði athygli hins virta handritshöfundar og kvikmyndaleikstjóra Charlie Kaufman (Being John Malkovich, Eternal Sunshine of the Spotless Mind). Hann hefur ekki sest í leikstjórastólinn síðan brúðumyndin Anomalisa kom út árið 2015. Það verður merkilegt að fylgjast með því hver viðbrögð almenn­ ings og gagnrýnenda verða við afrakstri þessarar samvinnu, en enn fremur er erfitt að segja fyrir um hvaða taktík markaðsmógúlar munu beita til að tæla áhorfendur á kvikmyndirnar tvær. Skáldsögur Reid eiga það nefnilega einnig sameiginlegt að þrátt fyrir tilraunir útgefenda til að létta bóksölum lífið með því að draga þær inn í flokk svokallaðra „afþreyingarbókmennta“ (e. genre fiction) eiga lesendur líklega eftir að uppgötva að þeir eru með annað og sleipara kvikindi í höndunum. Því er vert að lesendur hafi orð Margaret Atwood í huga; treysti sínum fyrstu viðbrögðum og leyfi sér að njóta lest­ ursins án þess að hengja sig í það „hverskonar“ skáldverk sé um að ræða. Þannig mætti í fljótu bragði telja Foe, nýjustu bók Reid, til flokks vís­ indaskáldsagna. Hún segir frá hjónum sem lifa tilbreytingarsnauðu lífi á einangruðum bóndabæ þar til þau fá óvænta heimsókn frá fulltrúa ríkis­ rekinnar geimferðastofnunar sem hefur það markmið að flytja mannkynið til stjarnanna, en fulltrúinn gerir hjónunum tilboð sem þeim virðist vart standa til boða að hafna. Efnisþættirnir – yfirvofandi geimferð og ýmis tæki og tækni sem ýjað er að í bókinni – benda óneitanlega til þess að hér sé um að ræða kunnuglegan vettvang fyrir lesendur vísindaskáldsagna. Hinsvegar einskorðast innsýn lesandans í þennan framandi heim við heimili hjónanna. Þannig þurfa lesendur sjálfir að sjá um að fylla upp í ógreinilegu veröldina sem umlykur bóndabæinn, og nota til þess væntingar sínar og þekkingu á vísindaskáldsöguforminu. Að sama skapi er stíll bókarinnar skarpur og persónusköpunin afturhaldsöm, líkt og Reid treysti lesendum og vilji gæta þess að skilja eftir nægilegt rými fyrir „leik“ þeirra. Þessi naumhyggja gefur honum drjúgt svigrúm til þess að vekja upp grunsemdir hjá lesendum og snúa síðan upp á væntingar þeirra. Þannig heldur hann uppi frásagnarspennu sem rígheldur athygli lesanda, en geta má að skáldsögur Reid eru í styttra lagi og hefur hann sagt að lengd og uppsetning þeirra sé til þess gerð að hvetja lesendur til að klára þær í einni lotu, líkt og ef um kvikmynd væri að ræða.4 Svipuð stílbrögð eru uppi á teningnum í Ég er að spá í að slútta þessu, sem nýlega kom út hjá útgáfufélaginu Veröld í íslenskri þýðingu Árna Óskars­ sonar. Frá fyrstu blaðsíðu svífur þar óskilgreind ógn yfir vötnum; togstreita á milli persóna og aðstæðna sem drífur lesendur áfram í von um úrlausn – líkt og góðum reyfara sæmir. Aðstæður eru þó heldur hversdagslegar til að byrja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.