Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 27
H v e n æ r e r e i t t H va ð ó g n v e k J a n d i ? 27 með, svo að erfitt er að greina hvað veldur þessu rafmagnaða andrúmslofti. Sögumaður bókarinnar er ung kona sem er farþegi í bíl með kærasta sínum. Þau eru á leiðinni að heimsækja foreldra hans á bóndabæinn þar sem hann ólst upp. Sambandið er ungt en hveitibrauðsdagarnir eru á undanhaldi fyrir fyrstu einkennum rútínu og hversdagsleika. Ferðin á æskustöðvar kærastans ber þess vott að alvara sé að færast í leikinn hjá þeim og veldur því að unga konan tekur að horfa á elskhuga sinn í nýju ljósi; máta hann við hugmyndir sínar um maka til frambúðar. Sökum þessa eyðir hún miklum tíma í að „lesa“ kærasta sinn, þar sem hann situr á bak við stýrið við hlið hennar, og veltir fyrir sér útliti hans, venjum og kækjum. Eins og titillinn gefur til kynna, þá er hún nefnilega „að spá í að slútta þessu“. Þeirri hugsun lýstur niður í huga hennar á fyrstu síðu bókarinnar, að því er virðist upp úr þurru, og telur hún sig lítið geta gert til að kveða þann draug niður: „Þegar þessi hugsun kemur staldrar hún við. Hún festist. Hún verður eftir. Hún verður ríkjandi. Það er ekki margt sem ég get gert við því“ (9). Það má því segja að frá fyrstu síðu firri hún sig ákvörðunarvaldi, telji sig nauðbeygða til að lúta örlögunum sem bíða hennar á blaðsíðum bókarinnar. Kærastinn heitir Jake og er hann eina persóna bókarinnar sem er nafn­ greind. Hann vinnur á genarannsóknarstofu og er, að því er virðist, miklum gáfum gæddur en þó eilítið sérvitur og stirður í samskiptum. Innra líf hans er ætíð rétt utan seilingar fyrir ónefndu ungu konuna, og þar af leiðandi fyrir lesendur líka. Samt gerir hún mikið úr gáfum hans og næmni og afsakar eða réttlætir stirðbusalega hegðun hans með ýmsu móti. Það er eftirtektarvert hve langt hún gengur til þess að þóknast og koma til móts við hann. Hún rifjar til að mynda upp að kvöldið sem þau kynntust sló Jake um sig með framandi orði sem hún þekkti ekki, og kemst hún að þeirri niðurstöðu að: „líkt og flesta karlmenn langaði hann sennilega til að útskýra það fyrir mér. Hann kynni betur við það en ef hann héldi að ég þekkti orðin fyrir og hefði jafn fjölbreyttan orðaforða“ (17). Þegar Jake útskýrir síðan orðið með því að draga fram latneskan stofn þess er hún fljót að koma honum til varnar: „Ég veit að þetta virkar smásmugulegt og predikandi og fráhrindandi, en trúið mér, það var það ekki. Alls ekki. Ekki frá Jake. Hann bjó yfir mildi, aðlaðandi og eðlislægri hógværð“ (18). Framan af virðist eitthvað af þessari undanlátsemi skrifast á fyrirætlun hennar um að slíta sambandinu. Lokuð inni í bíl með Jake, á leið að hitta foreldra hans í fyrsta sinn, finnst henni hún sigla undir fölsku flaggi og fyllist sektarkennd yfir þessum hugrenningum. Í þröngu rými bílsins verður hvert atvik og hver svipur þrunginn merkingu. Allt er sett í samhengi við efa­ semdir hennar um framtíð þeirra og eftir því sem þau nálgast bóndabæinn eykst kvíði hennar jafnt og þétt, svo ekki er laust við að lesendum fari að standa stuggur af Jake. Slíkar grunsemdir tvíeflast þegar stutt innskot taka að birtast á milli kafla þar sem nafnlausar raddir ræða sín á milli um ein­ hvern ótilgreindan harmleik. „Hvernig gat hann eiginlega gert þetta, fram­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.