Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 28
28 B ó k m e n n ta H át í ð kvæmt þetta?“ (21) kveða raddirnar við eins og grískur kór, og taka síðan fram: „Hann er ekki eins og við“ (37). Slíkar forspár eru algengar í spennu­ söguforminu sem Reid nýtir sér í uppbyggingu bókarinnar. Hefðir spennu­ sögu­ eða reyfaraformsins gera það ennfremur að verkum að auðvelt er fyrir lesendur að sjá ungu konuna fyrir sér sem verðandi fórnarlamb og Jake sem geranda. Þar spila inn kynbundnir hleypidómar lesenda, en líkt og í Foe not­ færir Reid sér grunsemdir og væntingar lesenda til að villa um fyrir þeim og snúa upp á formið. Þessi hefðbundnu hlutverkaskipti geranda og fórnarlambs eru einnig í forgrunni í því litla sem lesendur fá að vita um baksögu ungu konunnar. Á meðan hún einbeitir sér að því að rýna í persónu Jakes veitir hún mjög tak­ markaðan aðgang að sjálfri sér. Líkt og meginfrásögn bókarinnar hverfast þau fáu minningabrot sem hún dregur fram um karlmenn. Henni stafar ógn af þessum mönnum en á erfitt með að setja fingur á ástæðurnar fyrir ótta sínum og spyr sjálfa sig: „Hvernig vitum við hvenær eitthvað er ógnvekjandi? Hvað gerir okkur viðvart um að eitthvað sé ekki saklaust?“ Spurningin leitar á hana í tengslum við minningu úr barnæsku um ókunnugan mann sem stendur fyrir utan svefnherbergisgluggann hennar og fylgist með henni á meðan hún þykist sofa, stjörf af ótta. Minningin er skýr, óhagganlegur hluti af heiminum eins og hún hefur upplifað hann til þessa. Þrátt fyrir það er hún full efasemda: „Kannski var þetta allt saman hugarburður. Svona óhlutstæðar hugmyndir geta virst mjög raunverulegar“ (28). Orð hennar reyna á traust lesenda til hennar sem sögumanns. Takmörkuð þekking lesenda á baksögu hennar og veröldinni fyrir utan bílinn ala á slíkum efasemdum. Sú tilfinning á eftir að fara vaxandi þegar fram líða stundir og umhverfið og aðstæðurnar sem hún lýsir verða sífellt ókennilegri. Á grunni þessa óáreiðanleika tekst Reid hægt og bítandi að færa framvinduna út fyrir fastmótaðan veruleika bílsins og yfir í súrrealíska heimssýn þar sem allt getur gerst, án þess að þar á milli séu skýr og skörp skipti. Smátt og smátt er eins og sá Jake sem unga konan telur sig þekkja úr sambandi þeirra undanfarnar vikur víki fyrir ókunnugum manni. Sú umbreyting endurspeglast í eyðilegu landslaginu sem þau keyra í gegnum á leiðinni til foreldra hans. Snemma í bókinni keyra þau framhjá eyðibýli sem er brunnið til kaldra kola, og þótt Jake haldi því fram að bruninn hafi gerst fyrir löngu síðan bendir nýlegt rólusett sem stendur við rústirnar til annars. Þegar hún spyr hann út í rólusettið leiðir Jake spurninguna hjá sér. Á þennan máta grefur hann undan upplifun hennar á umhverfi sínu og kyndir undir efasemdirnar. Ekki tekur betra við þegar þau ber að bóndabænum. Þau líta inn á dýrin í ömurlegu fjósinu, sem ætti vel heima í skáldsögu eftir Steinar Braga. Gadd­ freðin lambshræ liggja úti í horni og í hænsnakofanum gæða hænurnar sér á eggjunum sínum, auk þess sem Jake deilir með kærustunni heldur ógeð­ felldri sögu um hvað varð um svínin á bænum. Eins og áður leiðir hann hjá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.