Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 32
32
B ó k m e n n ta H át í ð
manneskja, hegðun hennar og ákvarðanir eru hluti af mun stærri sögu, þeirri
sem ekkert okkar mun nokkurn tímann hafa yfirsýn yfir.
Saga býflugnanna kom út árið 2015 við mikið lof gagnrýnenda og hefur
verið þýdd á fjölda tungumála. Frásögninni vindur fram á þremur ólíkum
stöðum og tímabilum. Við fylgjumst með breska náttúruvísindamanninum
og fræsölumanninum William, sem vinnur að því að finna upp nýstárlega
aðferð til býflugnaræktunar árið 1852, bandaríska býflugnabóndanum
George, sem lifir í mikilli óvissu um framtíðina þegar býflugur byrja að
hverfa í stórum stíl árið 2007 og Tao, kínverskri verkakonu sem vinnur við
það að handfrjóvga tré þegar býflugurnar eru löngu horfnar, árið 2098.
Þótt býflugur séu í sífellu á sveimi í bókinni eru samskipti og átök milli
fólks þungamiðja allra sagnanna. Loftslagsskáldsögur Lunde varpa ljósi á
það að sögur af umhverfiskrísu eru sögur um fólk; um þéttofið samband
vistkerfis, hagkerfis og hversdagslífs einstaklinga á plánetunni allri. Hér eru
umhverfishamfarir sem slíkar í raun ekki í forgrunni, heldur það hvernig
manneskjur hafa áhrif á umhverfi sitt og þurfa að sama skapi að bregðast
við breyttum lífsskilyrðum. Fjölskyldutengsl eru mikilvægur þáttur í skáld
sögunni, sambönd sem segja má að séu nógu flókin undir bestu mögulegu
kringumstæðum, en verða sérstaklega vandasöm þegar ytri formgerð sam
félagsins er ógnað og lífsviðurværi er ótryggt.
Mannleg samskipti og þær flækjur sem þeim fylgja taka þó ekki yfir skáld
söguna; Lunde tekst ekki síður að fanga athygli lesenda með upplýsingum
um býflugur og samlífi þeirra með manneskjunum sem hafa stólað á vinnu
afl þeirra í gegnum tíðina. Fróðleiknum um þessa merkilegu dýrategund er
miðlað áreynslulaust og forvitni lesenda um hana er svalað á sama tíma og
sögupersónur öðlast þekkingu um það hvaða áhrif býflugur hafa á lífkerfið,
hvernig þær skipuleggja samfélag sitt og viðhalda stofninum. Lýsingarnar
einkennast af hrifningu sem er smitandi.
Önnur bók kvartettsins, Blá, kom út í Noregi árið 2017 og er væntanleg í
íslenskri þýðingu í tilefni af því að Maja Lunde er gestur á Bókmenntahátíð
í Reykjavík. Í Blá vindur tveimur frásögnum fram til skiptis. Önnur aðal
persónan er norski blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Signe, sem ákveður
árið 2017 að ná sér niðri á fyrrum unnusta sínum vegna þess hvernig hann
misnotar auðlindir Eidedalsins, sem þau tengjast bæði fjölskyldu og til
finningaböndum. Hin aðalpersónan er David, franskur fjölskyldufaðir sem
neyðist til að flýja heimili sitt árið 2041 vegna eldsvoða sem braust út eftir
mikla þurrka í heimabæ hans.
Skáldsagan sækir titil sinn í bát Signe, sem heitir Blá, en hefur þó einnig
aðrar skírskotanir. Blái liturinn tengist meginviðfangsefni bókarinnar, hafi
og vatni, en víðátta himins sem er yfirþyrmandi blár og laus við rigningarský
gerir David og dóttur hans Lou líka óþægilega meðvituð um skortinn á vatni
þegar þau hafa gerst loftslagsflóttafólk og drykkjarhæft vatn er orðið dýr