Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 32
32 B ó k m e n n ta H át í ð manneskja, hegðun hennar og ákvarðanir eru hluti af mun stærri sögu, þeirri sem ekkert okkar mun nokkurn tímann hafa yfirsýn yfir. Saga býflugnanna kom út árið 2015 við mikið lof gagnrýnenda og hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Frásögninni vindur fram á þremur ólíkum stöðum og tímabilum. Við fylgjumst með breska náttúruvísindamanninum og fræsölumanninum William, sem vinnur að því að finna upp nýstárlega aðferð til býflugnaræktunar árið 1852, bandaríska býflugnabóndanum George, sem lifir í mikilli óvissu um framtíðina þegar býflugur byrja að hverfa í stórum stíl árið 2007 og Tao, kínverskri verkakonu sem vinnur við það að handfrjóvga tré þegar býflugurnar eru löngu horfnar, árið 2098. Þótt býflugur séu í sífellu á sveimi í bókinni eru samskipti og átök milli fólks þungamiðja allra sagnanna. Loftslagsskáldsögur Lunde varpa ljósi á það að sögur af umhverfiskrísu eru sögur um fólk; um þéttofið samband vistkerfis, hagkerfis og hversdagslífs einstaklinga á plánetunni allri. Hér eru umhverfishamfarir sem slíkar í raun ekki í forgrunni, heldur það hvernig manneskjur hafa áhrif á umhverfi sitt og þurfa að sama skapi að bregðast við breyttum lífsskilyrðum. Fjölskyldutengsl eru mikilvægur þáttur í skáld­ sögunni, sambönd sem segja má að séu nógu flókin undir bestu mögulegu kringumstæðum, en verða sérstaklega vandasöm þegar ytri formgerð sam­ félagsins er ógnað og lífsviðurværi er ótryggt. Mannleg samskipti og þær flækjur sem þeim fylgja taka þó ekki yfir skáld­ söguna; Lunde tekst ekki síður að fanga athygli lesenda með upplýsingum um býflugur og samlífi þeirra með manneskjunum sem hafa stólað á vinnu­ afl þeirra í gegnum tíðina. Fróðleiknum um þessa merkilegu dýrategund er miðlað áreynslulaust og forvitni lesenda um hana er svalað á sama tíma og sögupersónur öðlast þekkingu um það hvaða áhrif býflugur hafa á lífkerfið, hvernig þær skipuleggja samfélag sitt og viðhalda stofninum. Lýsingarnar einkennast af hrifningu sem er smitandi. Önnur bók kvartettsins, Blá, kom út í Noregi árið 2017 og er væntanleg í íslenskri þýðingu í tilefni af því að Maja Lunde er gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík. Í Blá vindur tveimur frásögnum fram til skiptis. Önnur aðal­ persónan er norski blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Signe, sem ákveður árið 2017 að ná sér niðri á fyrrum unnusta sínum vegna þess hvernig hann misnotar auðlindir Eidedalsins, sem þau tengjast bæði fjölskyldu­ og til­ finningaböndum. Hin aðalpersónan er David, franskur fjölskyldufaðir sem neyðist til að flýja heimili sitt árið 2041 vegna eldsvoða sem braust út eftir mikla þurrka í heimabæ hans. Skáldsagan sækir titil sinn í bát Signe, sem heitir Blá, en hefur þó einnig aðrar skírskotanir. Blái liturinn tengist meginviðfangsefni bókarinnar, hafi og vatni, en víðátta himins sem er yfirþyrmandi blár og laus við rigningarský gerir David og dóttur hans Lou líka óþægilega meðvituð um skortinn á vatni þegar þau hafa gerst loftslagsflóttafólk og drykkjarhæft vatn er orðið dýr­
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.