Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 34
34 B ó k m e n n ta H át í ð huga og er helsti mælikvarðinn á farsæld og framtíðarhamingju. Úr verður hugsunarvilla sem er skiljanleg, hagvöxtur er enn sú mælistika sem vestræn samfélög nota til að mæla lífsgæði. Bent hefur verið á að í loftslagsbókmenntum sé, líkt og í vísindaskáldskap almennt, aukið við veruleikann frekar en að um hreinan uppspuna sé að ræða.1 Ljóst er að Lunde byggir söguheim skáldsagna sinna á raunveruleika sem farið er að glitta í, í sumum tilfellum er jafnvel farið að bera óþægilega mikið á honum við sjóndeildarhringinn. Til dæmis leggur Signe af stað til Eidedals vegna frétta af því að Magnus standi nú í útflutningi á ís sem hann hefur látið brjóta úr jöklinum sem gnæfir yfir dalinn. Ísinn sendir hann á slóðir olíufursta í Mið­Austurlöndum og markaðssetur sem „það fínasta fína sem hægt er að fá í drykkinn sinn, fljótandi smájökul, umflotinn gullnum veigum“. Hugmyndin er fjarstæðukennd, en á sér hliðstæðu í viðskiptaævin­ týri sem Norðmaðurinn Geir Ludvik Olsen byrjaði að undirbúa fyrir fjórum árum síðan en hann bíður þó enn tilskyldra leyfa fyrir rekstrinum.2 Einnig má nefna sem dæmi að meira en áratugur er síðan fór að bera á fréttum af röskun og hruni býflugnasamfélaga (e. colony collapse disorder) víðs vegar um heim,3 að handfrjóvgun hefur verið stunduð í Kína um áratuga skeið og að flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna spáir því að árið 2050 muni allt að því 250 milljónir manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna lofts­ lagsbreytinga.4 Hér er ekki tæmandi listi yfir þær aðstæður og atburði sem lýst er í loftslagskvartettnum, en ljóst má teljast að höfundur sæki ríkulega í samtíma okkar þegar hún veltir vöngum yfir því sem koma skal. Í nýlegri bók ræðir kvikmyndafræðingurinn E. Ann Kaplan það sem kalla mætti á íslensku „foráfallastreituröskun“ (e. pretraumatic stress synd- rome), ástand sem lýsir sér á svipaðan hátt og áfallastreituröskun, nema hún sprettur af erfiðum eða truflandi hugsunum um framtíðina.5 Í þessu felst sú hugmynd að hörmungar sem hafa enn ekki átt sér stað geti valdið sálrænu áfalli. Kaplan heldur því fram að sá fjöldi hugverka sem fjallar á dystópískan hátt um afleiðingar hnattrænnar hlýnunar sé til marks um kvíða sem kalla megi „fortrámatískan“ – hún greinir þannig bókmenntir og kvikmyndir sem tjá kvíðvænlega framtíð eins og sjúkdómseinkenni sem brýst út í sjálfri menningunni. Sálræn áhrif loftslagsbreytinga hafa um skeið verið mikilvægt rannsóknar­ efni, ekki síst með aukinni meðvitund almennings um loftslagsvána. Þá hafa spurningar fræðifólks ekki síst snúist um það hvers vegna við stöndum okkur ekki betur í að bregðast við vandanum en raun ber vitni, það er jú grundvallarforsenda upplýstra lýðræðissamfélaga að útbreiðsla áreiðanlegrar þekkingar um vandamál muni hafa þau áhrif á viðtakendur, bæði almenning og opinberar stofnanir, að þeir vilji bregðast við af ábyrgð. Orðið sem á ef til vill best við í þessu samhengi og heyrist oft í tengslum við loftslagsmál er afneitun. Flestir tengja afneitun loftslagsvandans við hagsmunaaðila, þá sem hagnast á því að neita að viðurkenna vandamálið eða þátt okkar í að skapa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.