Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 39
S a n n S ö g U r U m m a k a m i S S i 39 Er ekki einn tilgangur hennar að rjúfa einangrun okkar og gera okkur kleift að deila sorgum og sigrum með öðrum? Carolina Setterwall fer svolítið aðra leið í sinni miklu bók, Vonum það besta, sem nú kemur út í þjálli þýðingu Höllu Kjartansdóttur. Carolina skrifar bókina að vísu í nútíð líka, leyfir okkur að fylgja sér í gegnum ýmsa kafla úr lífi sínu, en frásögn hennar er yfirvegaðri en frásögn Malmquists, ekki sama vitundarstreymið og ringulreiðin í textanum sjálfum þó að lýst sé jafn erfiðum veruleika. Setterwall skrifar bókina, sérstaklega framan af, til hins látna eiginmanns, ávarpar hann iðulega: „Þú ert ekki vanur að sofa í svona annarlegri stellingu. Í kengboginni hliðarlegu en með andlitið þrýst ofan í koddann“ (18). Með þessu kemur mikil nánd og væntumþykja inn í textann, rétt eins og í minningargreinum í Morgunblaðinu þar sem þessu stílbragði er stundum beitt. Setterwall hleypir lesandanum líka býsna nálægt sjálfri sér, svo nálægt að þegar líður á bókina er engu líkara en maður sé orðinn vinur hennar. Við fáum enda bæði að sjá kosti hennar og lesti sem gerir að verkum að hún verður samsett persóna, ekki einhliða, að því er virðist alveg ónæm fyrir augnaráði lesandans. Hún hefur ekki uppi neina tilburði til að sýna sig eða sanna, er bara ósköp venjuleg manneskja að kljást við hversdaginn og tilvistarvandann á sinn ærlega hátt, já og auðvitað sorgina sem hefur orðið hlutskipti hennar. Á milli hennar og okkar virðist ekki vera neitt sem truflar eða kemst upp á milli nema ef vera skyldi sú hannaða form­ gerð sem hún velur frásögn sinni, hvernig hún stillir efninu upp til að það verði sem áhrifaríkast. Hún hefur t.d. bókina á því að vísa í leiðbeiningar sem maðurinn hennar sendi henni hálfu ári áður en hann dó, leiðbeiningar um það hvernig hún eigi að bregðast við ef hann skyldi verða kallaður brott. Þetta flækist samt ekki fyrir að neinu marki vegna þess að við þekkjum þessar aðferðir til að halda lesanda við efnið. Bók Setterwall er líka tvískipt. Fyrri hlutinn samanstendur af tveimur söguþráðum, annars vegar úr núinu í kringum dauða manns hennar, hins vegar köflum sem lýsa því sem hún hefur misst, þ.e. sambúð þeirra allt frá fyrsta kossi. Þegar þessir þræðir hafa náð í skottið hvor á öðrum hefst seinni hluti bókarinnar sem er án markvissra endurlita. Þar lýsir Setterwall lífi sínu eftir dauða mannsins, flutningum, umönnun sonarins og samdrætti við annan mann, sem vel að merkja hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og hún sjálf, er ekkill og einstæður faðir. Þau fara að draga sig saman tæpum tveimur árum eftir að hún missir mann sinn, sem sumum þykir of snemmt, og lenda í hremmingum, kannski vegna þeirrar spegilmyndar sem þau verða hvort öðru. Rauður þráður í frásögn Setterwall er að hún hafi valdið dauða manns síns. Hún hafi þröngvað honum til að eignast barn með sér þó að hann hafi ekki verið tilbúinn og hafi haft efasemdir um að hann hefði orku til þess. Hún hafi þrælað honum út við flutninga og vinnu. Þetta stöðuga samviskubit nístir hana stóran hluta þess tíma sem bókin spannar, þó að aðrir reyni að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.