Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 41
á S t e p p U n n i 41 Samanta Schweblin Á steppunni kristín guðrún Jónsdóttir þýddi Lífið á steppunni er ekki auðvelt, allt langt frá byggðu bóli. Hér er ekki annað að sjá en þennan stóra skrælnaða trjábrúsk. Húsið okkar er í nokkurra kílómetra fjarlægð frá þorpinu, en það kemur ekki að sök; það er notalegt og við höfum allt til alls. Pol fer þrisvar í viku í þorpið til að senda landbúnaðartímaritum skrif sín um skordýr og skordýraeitur auk þess sem hann kaupir vörurnar sem ég hef hripað niður á blað. Á þessum stundum, þegar hann er fjarri, kem ég hinu og þessu í verk sem ég vil frekar gera í einrúmi. Ég held að Pol hafi engan áhuga á að vita neitt um það, en þegar maður er orðinn örvæntingarfullur og kominn fram á ystu nöf, eins og við, virðast auðveldustu lausnirnar, kerti, reykelsi eða eitthvert ráð úr tímariti, skynsamlegir valkostir. Til eru margar uppskriftir að frjósemi þótt ekki sé mark takandi á þeim öllum, svo ég veðja á þær trúverðugustu og fer staðfastlega eftir þeim. Ég skrái í stílabók sérhvert smáatriði sem við á, breytingar hjá Pol eða mér. Á steppunni dimmir seint og tími okkar er þess vegna takmarkaður. Allt þarf að vera til reiðu: vasaljósin og netin. Pol dundar sér við að þrífa hlutina meðan hann bíður eftir hentugum tíma. Að fjarlægja rykið til þess eins að allt óhreinkist jafnóðum gefur gjörðum hans yfirbragð helgiathafnar, líkt og hann sé búinn að hugsa, áður en hann hefst handa, hvernig mögulega sé hægt að gera hlutina enn betur, og fara nákvæm­ lega yfir atburði liðinna daga til að reyna að finna eitthvert smáatriði sem betur mætti fara, og myndi færa okkur nær þeim, eða að minnsta kosti einu þeirra: sem sagt okkar eigin. Þegar við erum tilbúin réttir Pol mér úlpuna og trefilinn. Ég hjálpa honum að fara í hanskana og við setjum á okkur hvort sinn bakpokann. Við förum út um bakdyrnar og höldum inn í landið. Kvöldið er svalt þrátt fyrir að komin sé stilla. Pol fer á undan, hann lýsir leiðina. Inn í landinu myndast litlar dældir á milli stórra hæða; við nálgumst þær. Trjábrúskarnir þarna eru lágir, þeir ná varla að yfirskyggja okkur. Pol
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.