Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 42
42 B ó k m e n n ta H át í ð telur það eina ástæðu þess að áætlun okkar mistekst á hverju kvöldi. En við höldum ótrauð áfram af því að við teljum okkur nokkrum sinnum hafa séð einhver þeirra í morgunsárið þegar við erum að þrotum komin. Þegar það gerist fel ég mig næstum alltaf bak við einhvern trjábrúskinn, held dauðahaldi um netið, kinka kolli í sífellu og hugsa stíft um hluti sem mér finnst vera frjósamir. Aftur á móti breytist Pol í eins konar veiðihund. Ég sé hvernig hann fjarlægist og hniprar sig saman milli runnanna. Hann getur setið grafkyrr á hækjum sér í heila eilífð. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig þau séu í raun og veru. Við höfum stundum talað um það. Ég held að þau séu eins og þessi í borginni, þó aðeins sveitalegri og villtari. En Pol efast ekki um að þau séu öðruvísi. Hann er alltaf jafn kappsfullur og lætur hvorki kuldann né þreytuna á kvöldin aftra sér frá því að halda áfram leitinni daginn eftir. Núna er ég einsömul og horfi úr eldhúsinu á leiðina. Við fórum snemma á fætur í morgun og borðuðum morgunmat. Eftir það fór Pol í þorpið með innkaupalistann og greinarnar í tímaritin. En nú er orðið fram­ orðið, hann ætti að vera kominn heim fyrir löngu, þó bólar ekkert honum. Þá sé ég pallbílinn. Þegar hann nálgast húsið bendir Pol mér út um gluggann að koma út. Ég hjálpa honum með dótið, hann heilsar og segir: – Þú átt ekki eftir að trúa þessu. – Nú, hvað? Pol brosir. Við berum innkaupapokana að innganginum og setjumst í sófann. – Sko, segir Pol og nýr saman höndum, – ég kynntist pari, þau eru frábær. – Hvar? Ég spyr bara svo hann haldi áfram að tala og þá segir hann nokkuð dásamlegt, nokkuð sem hefði aldrei hvarflað að mér en ég skynja að muni breyta öllu. – Þau komu út af því sama, segir hann. Það er glampi í augum hans og hann veit að ég get ekki beðið eftir því að hann haldi áfram, – þau eiga eitt, frá því fyrir mánuði. – Eiga þau eitt? Þau eiga eitt! Ég trúi því ekki … Pol kinkar ákaft kolli og heldur áfram að núa saman höndunum. – Okkur er boðið í kvöldmat. Strax í kvöld. Ég gleðst yfir að sjá hann svona kátan, og sjálf er ég svo kát að það mætti halda að okkur hefði tekist að eignast eitt. Við föllumst í faðma og kyssumst og förum strax að undirbúa okkur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.