Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 42
42
B ó k m e n n ta H át í ð
telur það eina ástæðu þess að áætlun okkar mistekst á hverju kvöldi. En
við höldum ótrauð áfram af því að við teljum okkur nokkrum sinnum
hafa séð einhver þeirra í morgunsárið þegar við erum að þrotum komin.
Þegar það gerist fel ég mig næstum alltaf bak við einhvern trjábrúskinn,
held dauðahaldi um netið, kinka kolli í sífellu og hugsa stíft um hluti
sem mér finnst vera frjósamir. Aftur á móti breytist Pol í eins konar
veiðihund. Ég sé hvernig hann fjarlægist og hniprar sig saman milli
runnanna. Hann getur setið grafkyrr á hækjum sér í heila eilífð.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig þau séu í raun og veru. Við höfum
stundum talað um það. Ég held að þau séu eins og þessi í borginni, þó
aðeins sveitalegri og villtari. En Pol efast ekki um að þau séu öðruvísi.
Hann er alltaf jafn kappsfullur og lætur hvorki kuldann né þreytuna á
kvöldin aftra sér frá því að halda áfram leitinni daginn eftir.
Núna er ég einsömul og horfi úr eldhúsinu á leiðina. Við fórum snemma
á fætur í morgun og borðuðum morgunmat. Eftir það fór Pol í þorpið
með innkaupalistann og greinarnar í tímaritin. En nú er orðið fram
orðið, hann ætti að vera kominn heim fyrir löngu, þó bólar ekkert
honum. Þá sé ég pallbílinn. Þegar hann nálgast húsið bendir Pol mér út
um gluggann að koma út. Ég hjálpa honum með dótið, hann heilsar og
segir:
– Þú átt ekki eftir að trúa þessu.
– Nú, hvað?
Pol brosir. Við berum innkaupapokana að innganginum og setjumst
í sófann.
– Sko, segir Pol og nýr saman höndum, – ég kynntist pari, þau eru
frábær.
– Hvar?
Ég spyr bara svo hann haldi áfram að tala og þá segir hann nokkuð
dásamlegt, nokkuð sem hefði aldrei hvarflað að mér en ég skynja að
muni breyta öllu.
– Þau komu út af því sama, segir hann. Það er glampi í augum hans
og hann veit að ég get ekki beðið eftir því að hann haldi áfram, – þau
eiga eitt, frá því fyrir mánuði.
– Eiga þau eitt? Þau eiga eitt! Ég trúi því ekki …
Pol kinkar ákaft kolli og heldur áfram að núa saman höndunum.
– Okkur er boðið í kvöldmat. Strax í kvöld.
Ég gleðst yfir að sjá hann svona kátan, og sjálf er ég svo kát að það
mætti halda að okkur hefði tekist að eignast eitt. Við föllumst í faðma
og kyssumst og förum strax að undirbúa okkur.