Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 52
S o F F í a a U ð U r B i r g i S d ó t t i r 52 Þó er talað um hnignunarskeið greinarinnar á miðri nítjándu öld. Þá var hin mikla raunsæja skáldsaga komin fram á sjónarsviðið og var á miklu skriði, enda tók það bókmenntaform svo til öll völd á síðari hluta aldarinnar.2 Sögulega skáldsagan var þó mikilvægur undanfari almennrar skáldsagna­ ritunar, enda leitast skáldsagnahöfundar gjarnan við að rótfesta sögur sínar í þekkjanlegum tíma og umhverfi þótt söguefnið sé spunnið af fingrum fram. Á síðari hluta tuttugustu aldar og ekki síst á undanförnum áratugum hafa vinsældir sögulegra skáldsagna vaxið á ný og ýmiss konar tilraunir verið gerðar með formið í endurnýjunarskyni. Í kjölfar póstmódernisma varð sannleikshugtakið miðlægt í fræðilegri umræðu og stórsögum hafnað, og sáust þess einnig merki í skáldsagnagerð. Fram komu verk þar sem leikið var með hin óljósu mörk sannleika og skáldskapar og einstaklingurinn (gjarnan af lægri stéttum) settur í brennidepil fremur en stór söguleg átök og ‚stór­ menni‘. Hið síðarnefnda á einnig við strauma innan akademískrar sagnfræði, sem kenndir eru við einsögu (e. micro history). Einn helsti fulltrúi slíkra tilrauna í íslenskum bókmenntum er Þórunn Jarla Valdimarsdóttir sem í sagnfræðiritum sínum leyfir skáldlegu hugar­ flugi að njóta sín, sækir gjarnan efnivið í skáldsögur sínar til sögulegs tíma og fer eigin leiðir í formi og stíl. Vilborg Davíðsdóttir fer aðra leið í sínum sögulegu verkum. Hún iðkar ekki leik með form og stíl, hefur nokkuð hefð­ bundinn frásagnarhátt og tvinnar saman sögu einstaklinga og samfélags sem hún staðsetur tryggilega á vel útfærðu sögusviði í línulegri frásögn. Engu að síður eru höfundareinkenni Vilborgar sterk og felast ekki hvað síst í því hversu góð tök hún hefur á því að flétta saman grundvallarþræði frásagnar sinnar – svo sem lýsingar á persónum, umhverfi og náttúru – og hversu vandaður og fallegur ritstíll hennar er. Þá eykur það verulega gildi bóka Vil­ borgar hversu vandað er til forvinnu þeirra, þ.e. heimildavinnu sem felst í margs konar rannsóknum. Vilborg er menntuð þjóðfræðingur og setur það svip sinn á sögur hennar. Hún vefur gjarnan þjóðfræðilegu efni inn í skáldskapinn og gefur það frá­ sögninni yfirbragð fantasíu á stöku stað. Hér má til dæmis nefna fyrsta kafla Blóðugrar jarðar sem endar á lýsingum á valkyrjum sem fara á stökki um himininn og fylgja föllnum bardagamönnum úr valnum. Slíkri fantasíu beitir Vilborg þó sparlega og alltaf í órjúfanlegum tengslum við þann hug­ myndaheim sem persónur sagnanna hrærast í og eykur með því áhrifamátt frásagnarinnar. Segja má að Vilborg hafi hitt á gjöfula æð þegar hún hóf að sækja sér söguefni til víkingaaldar og tíma landnáms á Íslandi. Mörg frábær bók­ menntaverk hafa litið dagsins ljós á undanförnum áratugum þar sem efnið er sótt í íslenskan fornsagnaarf. Það á ekki síst við um verk þar sem unnið er með arfinn á skapandi hátt og hann endurtúlkaður.3 Slík endurtúlkun hefur gjarnan tengst femínískum lestri á gömlum textum, líkt og í Gunnlaðar sögu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.