Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 53
a F B r a g ð a n n a r r a k v e n n a 53 (1987) Svövu Jakobsdóttur og Blóðhófni (2010) Gerðar Kristnýjar og tengist þríleikur Vilborgar Davíðsdóttur vitaskuld þeim straumi framar öðrum.4 Því má einnig halda fram að í sögulegum skáldsögum fari fram áhuga­ verðar rannsóknir og settar séu fram sagnfræðilegar tilgátur; oftast liggur gríðarleg rannsóknarvinna að baki slíkum bókum, eins og áður var minnst á. Í þríleik Vilborgar eru settar fram tilgátur um fjölbreyttari og flóknari landnámssögu Íslands en gjarnan hefur verið haldið á lofti í sagnfræðiritum. Þær tilgátur hafa svo fengið stuðning í nýlegum rannsóknum, meðal annars á sviði fornleifafræði og erfðafræði. Hér njóta skáldsagnahöfundar meira frelsis en til að mynda sagnfræðingar geta leyft sér í fræðiritum.5 Enda segir Vilborg: „Það má segja að þessar bækur séu afraksturinn af leit minni að svörum við því hvers konar fólk það var sem lagði upp í þessa óvissuferð yfir hafið að leita óþekkts lands á hjara veraldar, hvernig lífi það lifði, hverju það trúði um veröldina og ekki síst hvers vegna í ósköpunum það var tilbúið til að leggja allt í sölurnar og yfirgefa heimahaga sína.“6 Sterkar konur Fyrstu skáldsögur Vilborgar, Við Urðarbrunn (1993) og Nornadómur (1994), segja sögu sem gerist á víkingaöld og aðalpersóna þeirra er Korka, dóttir norska landnemans Þórólfs og írsku ambáttarinnar Mýrúnar. Korka er fædd í ánauð um aldamótin 900 en öðlast í rás sögunnar frelsi fyrir eigin verðleika og áræði. Sögu Korku mætti lýsa sem þroskasögu sjálfstæðrar og sterkrar konu en slíkar persónur áttu einnig eftir að einkenna síðari verk Vilborgar og segja má að persónulýsing Auðar djúpúðgu sé nokkurs konar hápunktur hvað það snertir. Korku saga7 hlaut mjög góðar viðtökur og hvað efni og efnistök snertir braut hún blað í íslenskum ungmennabókmenntum, eins og Silja Aðalsteinsdóttir benti á í grein um bækurnar tvær árið 1995: Þá á ég bæði við fróðleikinn um samfélag manna hér á landi og í grannlöndunum á víkingaöld en þó einkum raunsæislegar lýsingar á ofbeldi og ástarlífi, án yfirbreiðslu og mærðar. Hvörfin í Við Urðarbrunn, þegar Korku er nauðgað og hún myrðir kvalara sinn, eru líka hvörf í íslenskum unglingabókum. Viðmið þeirra hafa breyst óafturkallanlega.8 Þótt Silja sé hrifin af bókunum um Korku gagnrýnir hún höfundinn fyrir ‚einræðar‘ persónulýsingar og einfalda rás atburða (með undantekningum þó).9 Óhætt er að fullyrða að þar hafi reynsluleysi höfundarins sagt til sín, því í síðari verkum Vilborgar styrkjast þessir þættir og í þríleiknum um Auði eru persónulýsingar alls ekki einræðar og rás atburða oft og tíðum flókin og marglaga. Reyndar hafði Sigrún Klara Hannesdóttir orð á því strax um fyrstu bók Vilborgar hversu leikin hún er að skapa sannfærandi sögusvið og tefla saman fjölda fólks í spennandi atburðalýsingum: „Höfundi tekst að draga
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.