Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 53
a F B r a g ð a n n a r r a k v e n n a
53
(1987) Svövu Jakobsdóttur og Blóðhófni (2010) Gerðar Kristnýjar og tengist
þríleikur Vilborgar Davíðsdóttur vitaskuld þeim straumi framar öðrum.4
Því má einnig halda fram að í sögulegum skáldsögum fari fram áhuga
verðar rannsóknir og settar séu fram sagnfræðilegar tilgátur; oftast liggur
gríðarleg rannsóknarvinna að baki slíkum bókum, eins og áður var minnst
á. Í þríleik Vilborgar eru settar fram tilgátur um fjölbreyttari og flóknari
landnámssögu Íslands en gjarnan hefur verið haldið á lofti í sagnfræðiritum.
Þær tilgátur hafa svo fengið stuðning í nýlegum rannsóknum, meðal annars
á sviði fornleifafræði og erfðafræði. Hér njóta skáldsagnahöfundar meira
frelsis en til að mynda sagnfræðingar geta leyft sér í fræðiritum.5 Enda segir
Vilborg: „Það má segja að þessar bækur séu afraksturinn af leit minni að
svörum við því hvers konar fólk það var sem lagði upp í þessa óvissuferð yfir
hafið að leita óþekkts lands á hjara veraldar, hvernig lífi það lifði, hverju það
trúði um veröldina og ekki síst hvers vegna í ósköpunum það var tilbúið til
að leggja allt í sölurnar og yfirgefa heimahaga sína.“6
Sterkar konur
Fyrstu skáldsögur Vilborgar, Við Urðarbrunn (1993) og Nornadómur (1994),
segja sögu sem gerist á víkingaöld og aðalpersóna þeirra er Korka, dóttir
norska landnemans Þórólfs og írsku ambáttarinnar Mýrúnar. Korka er fædd
í ánauð um aldamótin 900 en öðlast í rás sögunnar frelsi fyrir eigin verðleika
og áræði. Sögu Korku mætti lýsa sem þroskasögu sjálfstæðrar og sterkrar
konu en slíkar persónur áttu einnig eftir að einkenna síðari verk Vilborgar
og segja má að persónulýsing Auðar djúpúðgu sé nokkurs konar hápunktur
hvað það snertir. Korku saga7 hlaut mjög góðar viðtökur og hvað efni og
efnistök snertir braut hún blað í íslenskum ungmennabókmenntum, eins og
Silja Aðalsteinsdóttir benti á í grein um bækurnar tvær árið 1995:
Þá á ég bæði við fróðleikinn um samfélag manna hér á landi og í grannlöndunum á
víkingaöld en þó einkum raunsæislegar lýsingar á ofbeldi og ástarlífi, án yfirbreiðslu
og mærðar. Hvörfin í Við Urðarbrunn, þegar Korku er nauðgað og hún myrðir
kvalara sinn, eru líka hvörf í íslenskum unglingabókum. Viðmið þeirra hafa breyst
óafturkallanlega.8
Þótt Silja sé hrifin af bókunum um Korku gagnrýnir hún höfundinn fyrir
‚einræðar‘ persónulýsingar og einfalda rás atburða (með undantekningum
þó).9 Óhætt er að fullyrða að þar hafi reynsluleysi höfundarins sagt til sín,
því í síðari verkum Vilborgar styrkjast þessir þættir og í þríleiknum um Auði
eru persónulýsingar alls ekki einræðar og rás atburða oft og tíðum flókin og
marglaga. Reyndar hafði Sigrún Klara Hannesdóttir orð á því strax um fyrstu
bók Vilborgar hversu leikin hún er að skapa sannfærandi sögusvið og tefla
saman fjölda fólks í spennandi atburðalýsingum: „Höfundi tekst að draga