Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 54
S o F F í a a U ð U r B i r g i S d ó t t i r 54 upp svo skýra og trúverðuga mynd af umhverfi og lifnaðarháttum, hugsana­ hætti og viðhorfum að snilld má teljast.“10 Í öllum skáldsögum Vilborgar eru konur í aðalhlutverkum. Í Eldfórninni (1997) er það hin unga Katrín Pálsdóttir, sem var nunna í Kirkjubæjarklaustri og heimildir herma að hafi verið brennd á báli árið 1343. Þetta söguefni verður Vilborgu tilefni til að skrifa tilfinningarríka frásögn þar sem ástríður og fórn leika stærstu hlutverkin. Í næstu bók, Galdur (2000), er sögutíminn árið 1420 og í sögumiðju er ung skagfirsk bóndadóttir, Ragnfríður, sem verður barnshafandi 15 ára gömul eftir enskan skipbrotsmann. Inn í söguna fléttast frásagnir af átökum Íslendinga og Breta vegna fiskveiða og verslunar og valdapot íslenskrar yfirstéttar kemur einnig við sögu. Þetta er sá tími Íslandssögunnar sem gjarnan er kallaður „enska öldin“ vegna þeirra ítaka sem Bretar höfðu hér í trássi við boð og bönn Noregskonungs. En þetta er í baksviði frásagnarinnar sem er í grunninn ástarsaga. Í Hrafninum (2005) er sögutími Vilborgar enn 15. öldin en sögusviðið er Grænland og aðalpersónan munaðarlaus Inúítastúlka, Naaja, sem stendur á mörkum tveggja menningarheima og tilheyrir í raun hvorugum. Inn í líf hennar kemur Íslendingurinn Mikjáll en samband þeirra er dauðadæmt frá upphafi; uppruni þeirra og menning er of ólík til að þau geti skilið hvort annað. Öðrum þræði er sagan stúdía á fordómum, ótta og fáfræði, sem og árekstrum á milli menningarheima. Líkt og í öllum bókum Vilborgar liggur mikil heimildavinna að baki Hrafninum sem hún hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir – og reyndar einnig fyrir næstu bók sína, Auði, sem kom út fjórum árum síðar. Sögulegar heimildir og skáldlegt hugarflug Vilborg skrifar eftirmála að bókunum þremur um Auði þar sem hún ítrekar að um sé að ræða skáldsögur sem sprottnar eru „úr hugarheimi höfundar“ þótt ýmislegt sem þar beri fyrir eigi sér „þó stoð í heimildum“.11 Vilborg leitast við að endurskapa sögulegan tíma á trúverðugan máta, flestar per­ sónur eru kunnar úr heimildum og meginþráður sagnanna fellur að ‚sögu­ legum veruleika‘ eða að minnsta kosti þekktum ritum sem staðsetja má á hinum óljósu mörkum sannfræði og skáldskapar. Vilborg getur þess að meginheimildir um Auði djúpúðgu sé að finna „í Landnámabók, Eyrbyggja sögu og Laxdæla sögu, en auk þess er hennar stuttlega getið víðar í Íslend­ ingasögum.“12 Nefndar heimildir eru þó aðeins upphafspunktur höfundarins sem hefur leitað heimilda víða, í miðaldaritum, sagnfræðiritum og írskum annálum. Það má því ljóst vera, eins og áður var nefnt, að Vilborg styðst við ítarlegar rannsóknir á sögusviði, atburðum og tíma þótt að sönnu vinni hún fyrst og fremst með sitt skáldlega hugarflug í persónusköpun, samtölum, umhverfis­ og atburðalýsingum. Og það er í þeim þáttum sem aðall bókanna liggur og óhætt er að taka undir með gagnrýnanda fyrstu bókarinnar sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.