Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 54
S o F F í a a U ð U r B i r g i S d ó t t i r
54
upp svo skýra og trúverðuga mynd af umhverfi og lifnaðarháttum, hugsana
hætti og viðhorfum að snilld má teljast.“10
Í öllum skáldsögum Vilborgar eru konur í aðalhlutverkum. Í Eldfórninni
(1997) er það hin unga Katrín Pálsdóttir, sem var nunna í Kirkjubæjarklaustri
og heimildir herma að hafi verið brennd á báli árið 1343. Þetta söguefni
verður Vilborgu tilefni til að skrifa tilfinningarríka frásögn þar sem ástríður
og fórn leika stærstu hlutverkin. Í næstu bók, Galdur (2000), er sögutíminn
árið 1420 og í sögumiðju er ung skagfirsk bóndadóttir, Ragnfríður, sem
verður barnshafandi 15 ára gömul eftir enskan skipbrotsmann. Inn í söguna
fléttast frásagnir af átökum Íslendinga og Breta vegna fiskveiða og verslunar
og valdapot íslenskrar yfirstéttar kemur einnig við sögu. Þetta er sá tími
Íslandssögunnar sem gjarnan er kallaður „enska öldin“ vegna þeirra ítaka
sem Bretar höfðu hér í trássi við boð og bönn Noregskonungs. En þetta er í
baksviði frásagnarinnar sem er í grunninn ástarsaga.
Í Hrafninum (2005) er sögutími Vilborgar enn 15. öldin en sögusviðið er
Grænland og aðalpersónan munaðarlaus Inúítastúlka, Naaja, sem stendur
á mörkum tveggja menningarheima og tilheyrir í raun hvorugum. Inn í líf
hennar kemur Íslendingurinn Mikjáll en samband þeirra er dauðadæmt frá
upphafi; uppruni þeirra og menning er of ólík til að þau geti skilið hvort
annað. Öðrum þræði er sagan stúdía á fordómum, ótta og fáfræði, sem og
árekstrum á milli menningarheima. Líkt og í öllum bókum Vilborgar liggur
mikil heimildavinna að baki Hrafninum sem hún hlaut tilnefningu til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir – og reyndar einnig fyrir næstu bók
sína, Auði, sem kom út fjórum árum síðar.
Sögulegar heimildir og skáldlegt hugarflug
Vilborg skrifar eftirmála að bókunum þremur um Auði þar sem hún ítrekar
að um sé að ræða skáldsögur sem sprottnar eru „úr hugarheimi höfundar“
þótt ýmislegt sem þar beri fyrir eigi sér „þó stoð í heimildum“.11 Vilborg
leitast við að endurskapa sögulegan tíma á trúverðugan máta, flestar per
sónur eru kunnar úr heimildum og meginþráður sagnanna fellur að ‚sögu
legum veruleika‘ eða að minnsta kosti þekktum ritum sem staðsetja má
á hinum óljósu mörkum sannfræði og skáldskapar. Vilborg getur þess að
meginheimildir um Auði djúpúðgu sé að finna „í Landnámabók, Eyrbyggja
sögu og Laxdæla sögu, en auk þess er hennar stuttlega getið víðar í Íslend
ingasögum.“12 Nefndar heimildir eru þó aðeins upphafspunktur höfundarins
sem hefur leitað heimilda víða, í miðaldaritum, sagnfræðiritum og írskum
annálum. Það má því ljóst vera, eins og áður var nefnt, að Vilborg styðst við
ítarlegar rannsóknir á sögusviði, atburðum og tíma þótt að sönnu vinni hún
fyrst og fremst með sitt skáldlega hugarflug í persónusköpun, samtölum,
umhverfis og atburðalýsingum. Og það er í þeim þáttum sem aðall bókanna
liggur og óhætt er að taka undir með gagnrýnanda fyrstu bókarinnar sem