Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 55
a F B r a g ð a n n a r r a k v e n n a
55
segir Vilborgu leggja „sig fram um að skapa líf og segja spennandi sögu – og
það gerir hún vel.“13 Þá er það einkar athyglisvert hvernig Vilborg vefur efni
úr norrænum goðsögum og eddukvæðum inn í frásögnina. Lesandinn fær
hugmynd um hversu mikilvægu hlutverki hinn forni sagna og kvæðaarfur
(sem síðar varð bókmenntaarfur) hafði að gegna í því mannlífi sem lýst er,
hvort sem um er að ræða sagnaskemmtun til að hafa ofan af fyrir börnum eða
flutningur kvæða á borð við Oddrúnargrát þegar barnsfæðing er yfirvofandi.
Vilborg hefur sagt frá því að kveikjan að skáldsögunum sé eftirfarandi
málsgrein úr Laxdæla sögu:
Unnur djúpúðga var á Katanesi er Þorsteinn féll, son hennar. Og er hún frá það að
Þorsteinn var látinn en faðir hennar andaður þá þóttist hún þar enga uppreist fá
mundu. Eftir það lætur hún gera knörr í skógi á laun, og er skipið var algert þá bjó
hún skipið og hafði auð fjár. Hún hafði í brott með sér allt frændlið sitt þar er á lífi
var og þykjast menn varla dæmi til finna að einn kvenmaður hafi komist í brott úr
þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti. Má af því marka að hún var afbragð
annarra kvenna.14
Það er hin sterka og sjálfstæða kona sem heillar Vilborgu og hún tekur sér
fyrir hendur að skrifa sögu Auðar frá því að hún er á unglingsaldri og býr í
foreldrahúsum og allt þar til hún hefur numið land í Hvammsfirði í Dölum.
Heildarfrásögn bókanna þriggja spannar rúmlega aldarfjórðung, eða
árin 853–875. Bækurnar skiptast í kafla sem hafa staðarheiti að yfirskrift
og lesandinn fær góða tilfinningu fyrir því hvernig sögunni vindur fram á
Suðureyjum (Hebrideseyjaklasanum við vesturströnd Skotlands), Péttlandi
(Skotlandi), eyjunni Mön og á Írlandi og í síðustu bókinni nær sögusviðið
til Færeyja og Íslands. Fyrsta bókin hefst á eyjunni Tyrvist á Suðureyjum í
sólmánuði árið 853 og fjallar aðeins um rúmt ár í lífi Auðar Ketilsdóttur.
Auður er þá löngu komin á giftingaraldur,15 enda snýst annar meginþráður
bókarinnar um giftingu hennar og Ólafs hvíta, sonar Guðröðar konungs á
eyjunni Mön, en með honum flytur hún til Dyflinnarvirkis. Hinn megin
söguþráður fyrstu bókarinnar snýst um trúskipti og skírn Auðar til krist
innar trúar sem hún þiggur af hendi munksins Gilla Kalmanssonar. Hjóna
band Auðar verður ekki langt og endar bókin á burtför hennar frá Dyflinni
með nýfæddan son sinn, Þorstein.
Vígroði hefst rúmum áratug síðar. Auður býr með syni sínum og hjúum
á Þórsá á Katanesi, en þá jörð hafði hún þegið í línfé af Ólafi hvíta og kosið
að halda þangað og hefja búskap á eigin vegum eftir skilnaðinn við Ólaf í
stað þess að fara aftur í föðurhús og hætta á að vera gefin öðrum manni án
þess að fá þar nokkru ráðið sjálf. Býli Auðar á Katanesi hefur þrifist vel, hún
hefur leyst þræla úr ánauð eins og krafist er af kristnu fólki og er vel liðin hjá
hjúum sínum. Auður hefur ekki hitt foreldra sína og systkini síðan hún giftist
en fyrsti hluti bókarinnar segir frá för hennar til Tyrvist til að vera viðstödd
brúðkaup Helga bjólan bróður síns og Þórnýjar Ingólfsdóttur (Arnarsonar).