Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 55
a F B r a g ð a n n a r r a k v e n n a 55 segir Vilborgu leggja „sig fram um að skapa líf og segja spennandi sögu – og það gerir hún vel.“13 Þá er það einkar athyglisvert hvernig Vilborg vefur efni úr norrænum goðsögum og eddukvæðum inn í frásögnina. Lesandinn fær hugmynd um hversu mikilvægu hlutverki hinn forni sagna­ og kvæðaarfur (sem síðar varð bókmennta­arfur) hafði að gegna í því mannlífi sem lýst er, hvort sem um er að ræða sagnaskemmtun til að hafa ofan af fyrir börnum eða flutningur kvæða á borð við Oddrúnargrát þegar barnsfæðing er yfirvofandi. Vilborg hefur sagt frá því að kveikjan að skáldsögunum sé eftirfarandi málsgrein úr Laxdæla sögu: Unnur djúpúðga var á Katanesi er Þorsteinn féll, son hennar. Og er hún frá það að Þorsteinn var látinn en faðir hennar andaður þá þóttist hún þar enga uppreist fá mundu. Eftir það lætur hún gera knörr í skógi á laun, og er skipið var algert þá bjó hún skipið og hafði auð fjár. Hún hafði í brott með sér allt frændlið sitt þar er á lífi var og þykjast menn varla dæmi til finna að einn kvenmaður hafi komist í brott úr þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti. Má af því marka að hún var afbragð annarra kvenna.14 Það er hin sterka og sjálfstæða kona sem heillar Vilborgu og hún tekur sér fyrir hendur að skrifa sögu Auðar frá því að hún er á unglingsaldri og býr í foreldrahúsum og allt þar til hún hefur numið land í Hvammsfirði í Dölum. Heildarfrásögn bókanna þriggja spannar rúmlega aldarfjórðung, eða árin 853–875. Bækurnar skiptast í kafla sem hafa staðarheiti að yfirskrift og lesandinn fær góða tilfinningu fyrir því hvernig sögunni vindur fram á Suðureyjum (Hebrides­eyjaklasanum við vesturströnd Skotlands), Péttlandi (Skotlandi), eyjunni Mön og á Írlandi og í síðustu bókinni nær sögusviðið til Færeyja og Íslands. Fyrsta bókin hefst á eyjunni Tyrvist á Suðureyjum í sólmánuði árið 853 og fjallar aðeins um rúmt ár í lífi Auðar Ketilsdóttur. Auður er þá löngu komin á giftingaraldur,15 enda snýst annar meginþráður bókarinnar um giftingu hennar og Ólafs hvíta, sonar Guðröðar konungs á eyjunni Mön, en með honum flytur hún til Dyflinnarvirkis. Hinn megin­ söguþráður fyrstu bókarinnar snýst um trúskipti og skírn Auðar til krist­ innar trúar sem hún þiggur af hendi munksins Gilla Kalmanssonar. Hjóna­ band Auðar verður ekki langt og endar bókin á burtför hennar frá Dyflinni með nýfæddan son sinn, Þorstein. Vígroði hefst rúmum áratug síðar. Auður býr með syni sínum og hjúum á Þórsá á Katanesi, en þá jörð hafði hún þegið í línfé af Ólafi hvíta og kosið að halda þangað og hefja búskap á eigin vegum eftir skilnaðinn við Ólaf í stað þess að fara aftur í föðurhús og hætta á að vera gefin öðrum manni án þess að fá þar nokkru ráðið sjálf. Býli Auðar á Katanesi hefur þrifist vel, hún hefur leyst þræla úr ánauð eins og krafist er af kristnu fólki og er vel liðin hjá hjúum sínum. Auður hefur ekki hitt foreldra sína og systkini síðan hún giftist en fyrsti hluti bókarinnar segir frá för hennar til Tyrvist til að vera viðstödd brúðkaup Helga bjólan bróður síns og Þórnýjar Ingólfsdóttur (Arnarsonar).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.