Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 57
a F B r a g ð a n n a r r a k v e n n a
57
Ég er alltaf að horfa á konur, enda kona sjálf. En sagan sem birtist okkur í fornritum
er skrifuð af karlmönnum um karlmenn fyrir karlmenn. Konur eru til hliðar og
birtast aðeins til að egna karlmenn eða svíkja þá. Dyggðirnar og skyldurnar eru
karlmannlegar, hefnd, vopnaburður. Ég vil hins vegar reyna að ná utan um það líf
sem konurnar lifðu.18
Og það gerir Vilborg með því að leggja áherslu á þrennt. Í fyrsta lagi lýsir
hún ítarlega fjölbreyttri vinnu kvenna, svo sem matseld, vefnaði og umönnun
barna, svo fátt eitt sé talið. Í öðru lagi lýsir hún á áhrifaríkan hátt hinu
líkamlega hlutskipti kvenna, þeirra hlutverk er fyrst og fremst að fæða af sér
börn, helst syni sem geta viðhaldið því ofbeldisfulla feðraveldi sem þær lifa
og hrærast í. Þá er líkami kvenna oft vettvangur ofbeldis og Vilborg lýsir
afleiðingum nauðgana og annars líkamlegs ofbeldis og hikar ekki við að
láta blóðið renna; tíðablóð, blóðlát í kjölfar fæðingar eða ofbeldis. Í þriðja
lagi lýsir Vilborg á næman hátt tilfinningalífi kvenpersóna sinna. Lesandinn
fær glögga innsýn í hversu ofurseldar valdi karlmanna konurnar eru, sem
og ofbeldið og kúgunina sem þær verða að láta yfir sig ganga. Hér er notuð
aðferð hins alvitra höfundar sem sér inn í hug allra persóna og sjónarhornið
færist gjarnan á milli persóna, kvenna og barna – og reyndar karla líka, ef
því er að skipta.
Þjóðfræðiþekking Vilborgar kemur bæði fram í lýsingum á ytri gerð sam
félagsins sem og hinum innri hugmyndaheimi heiðninnar, þar sem hjátrú og
forneskja er ríkjandi. Vandlegar lýsingar eru á húsbúnaði og háttum, sem og
ýmsum siðum og athöfnum, svo sem brúðkaupum, blótum og greftrunum.
Sérstök áhersla er á viðburði í lífi kvenna, eins og barnsfæðingar og brjósta
gjöf. En allar slíkar lýsingar eru vandlega fléttaðar inn í sjálfan söguþráðinn
svo upp teiknast breið og trúverðug mynd af heiðnu samfélagi á víkingaöld.
Það er einnig augljóst að Vilborg þekkir vel til sögusviðsins hvað landa
fræði og náttúru snertir. Mikið er um magnaðar náttúrulýsingar í bókunum
þremur þar sem haf, klettar og fuglar eru í aðalhlutverki. Segja má að stíll
höfundar rísi einna hæst í myndrænum náttúrulýsingum sem lifna auðveld
lega fyrir hugskotssjónum lesenda.
Þroskasaga sjálfstæðrar konu
Í fyrstu bók þríleiksins leggur Vilborg grunn að persónulýsingu Auðar. Hún
sýnir óvenju sterkan og sjálfstæðan persónuleika; er óstýrilát, „fer eins og
henni sjálfri sýnist“ (7), er „sjálfráð og þrjóskufull“ (8), „flækist um alla eyju
að geðþótta sínum“ (9) og veldur Yngveldi móður sinni áhyggjum. „Það er
kominn tími til þess að þú áttir þig á því að þú ræður þér ekki sjálf, unga kona“
(71), segir móðir Auðar við hana þegar henni, einu sinni sem oftar, blöskrar
þvermóðska og uppreisnargirni dóttur sinnar og skömmu síðar vandar faðir
hennar um fyrir henni: „Það er ekki þitt að velja þér guð til átrúnaðar eins