Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 58
S o F F í a a U ð U r B i r g i S d ó t t i r
58
og þér líst sjálfri; dóttir lýtur föður sínum á meðan hún er ógefin og síðan
manni sínum“ (124). En Auður neitar að lúta valdi karla og hefur, þegar þarna
er komið sögu, þegar skírst til kristinnar trúar. En þótt hún sé kristin og hafni
ýmsum siðum úr heiðni, eins og til að mynda að taka þátt í blótum, er hún
engu að síður tengd sterkum böndum við heiðinn hugmyndaheim. Það má
telja raunsætt bragð af hendi höfundar því vafalaust þarf dágóðan tíma til að
aðlagast nýjum siðum og hugsunarhætti. Segja má að persónan standi með
annan fótinn í kristnum hugmyndaheimi en hinn í þeim heiðna og sú staða
helst í gegnum allan bókaflokkinn. Til að mynda verður Auði oft hugsað til
örlaganornanna sem spinna sinn vef og véla um líf manna19 og aðrar slíkar
tilvísanir til hins heiðna arfs eru mýmargar í allri frásögninni.
Að sama skapi kemst Auður að sjálfsögðu ekki undan valdi karlmanna þótt
hún sé sjálfstæð og fylgin sér. Hún hefur ekki val um hverjum hún giftist en
með kænsku tekst henni að koma í veg fyrir að vera gift aftur að fyrsta hjóna
bandinu loknu. Þá hafa sonardætur Auðar ekki meira frelsi í þeim efnum en
hún sjálf og eftir lát föður þeirra ræður Auður í þeim efnum. Elstu dætur
Þorsteins, Gróa og Ólöf, eru gefnar í hjónaband á leiðinni til Íslands, sú fyrr
nefnda í Orkneyjum og hin síðarnefnda í Færeyjum. Eins og fram kemur í
ritdómi Heimis Pálssonar um Auði er hefðbundin túlkun á þessu að „Auður
hafi ætlað sér með því að gifta sonardætur sínar á strategískum stöðum að
skapa NorðurAtlantshafs stórveldi.“20 Það er sem sagt gengið út frá því að –
líkt og hjá karlmönnum – ráði hagsmunagæsla Auðar hér ferðinni, að hún sé
að tryggja stöðu sína með því að ráðstafa sonardætrunum í hjónaband. Vil
borg leysir þetta hins vegar með því að láta systurnar tvær vera samþykkar
ráðahagnum og býr til tvær ástarsögur í stað nauðungargiftinga.
Sú mynd sem dregin er upp af Auði í þann rúma aldarfjórðung sem
bækurnar spanna er í flesta staði trúverðug og við sjáum persónuna þroskast
í gegnum mismunandi kvenhlutverk sín, sem dóttir, móðir og amma. Hún er
sterkur karakter og lætur ekki beygja sig og kannski mætti álykta að Vilborg
sé helst til jákvæð í garð Auðar; auk þeirra mannkosta sem upp hafa verið
taldir gerir Auður sjaldan mistök og er ætíð góðhjörtuð og ráðagóð. En fyrir
því að Auður hafi verið „afbragð annarra kvenna“ hefur höfundur að sjálf
sögðu ágætar heimildir.
Samtal við samtímann
Í dómi um þriðju skáldsögu Vilborgar, Eldfórnina (1997), skrifar Ragna
Garðarsdóttir að sagan lýsi leit aðalpersónu bókarinnar, Katrínar, „að sama
stað í yfirgengilegu karlasamfélagi“.21 Að breyttu breytanda má segja að
sama gildi um þríleikinn um Auði djúpúðgu. Hvort Auður hafi fundið slíkan
samastað á Íslandi á landnámsöld er spurning sem hér verður látið ósvarað.
Hitt er víst að enn þurfa íslenskar konur að fást við yfirgengilegt karlasam
félag á ýmsum sviðum. Þannig getur þríleikurinn um Auði átt í merkingar