Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 60
J ó n k a r l H e l g a S o n 60 Jón Karl Helgason Víkingurinn með róðukrossinn vínlandsferðir leifs heppna 1902–1932 i „Af blöðum sögunnar birtist týndi kaflinn: Eiríkur víkingur. Frá þeim tíma þegar siðmenningin var ekki svo siðmenntuð, þegar það var hættulegt að fara á stefnumót og friður minnti öðru fremur á stríð.“1 Á þessum orðum sögumanns hefst kynningarstikla fyrir kvikmyndina Erik the Viking (1989) eftir breska rithöfundinn og grínistann Terry Jones. Myndin byggði á sam­ nefndri barnabók sem Jones hafði sent frá sér en var einnig innblásin af þeim súrrealíska húmor sem hann og félagar hans höfðu þróað með sér í sjónvarps­ þáttunum Monty Python‘s Flying Circus og kvikmyndum á borð við Monty Python and the Holy Grail (1975) og Monty Python‘s Life of Brian (1979). Þegar sögumaðurinn segir: „Frá þeim tíma þegar siðmenningin var ekki svo siðmenntuð“ birtist nærmynd af skeggjuðum ölvuðum mönnum sem standa í hnapp innanhúss. Einn þeirra berar tennurnar og fleygir frá sér exi. Hún lendir í timburþili skammt frá andliti skelfingu lostinnar konu með ljósar fléttur. Ný sena hefst: Leikarinn John Cleese birtist þar í hlutverki miðaldra manns sem stendur í barnahópi utandyra að vetrarlagi, með úfið hár og loð­ feld á öxlum. Hann ber hníf að hálsi einnar stúlkunnar og segir ógnandi: „Fleygið frá ykkur vopnunum – annars drepum við börnin.“2 Í ljós kemur að hann er að ávarpa álappalegan hóp karla sem standa úti í tjörn vopnaðir sverðum. Þeir fleygja að sjálfsögðu frá sér vopnunum en þá bætir Cleese við: „Jæja, við drepum börnin engu að síður.“3 Þegar sögumaðurinn fer að tala um hættuleg stefnumót er síðan brugðið upp mynd af titilpersónu myndarinnar gera viðvaningslega tilraun til að nauðga varnarlausri konu. Þessar þrjár senur eru aðeins um fimmtán sekúndur en það tekur ekki lengri tíma að koma á framfæri öllum helstu klisjum kvikmyndaiðnaðarins um norræna víkinga. „Í hinni dæmigerðu víkingamynd,“ skrifar Keven J. Harty, „er víkingurinn jafnan árásargjarn berserkur – villimannleg and­ stæða siðmenningarinnar þar sem hann fer um rænandi og ruplandi, með báli og brandi, hneppir fólk í ánauð, nauðgar og drepur.“4 Í greinasafninu The
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.