Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 60
J ó n k a r l H e l g a S o n
60
Jón Karl Helgason
Víkingurinn með
róðukrossinn
vínlandsferðir leifs heppna 1902–1932
i
„Af blöðum sögunnar birtist týndi kaflinn: Eiríkur víkingur. Frá þeim tíma
þegar siðmenningin var ekki svo siðmenntuð, þegar það var hættulegt að
fara á stefnumót og friður minnti öðru fremur á stríð.“1 Á þessum orðum
sögumanns hefst kynningarstikla fyrir kvikmyndina Erik the Viking (1989)
eftir breska rithöfundinn og grínistann Terry Jones. Myndin byggði á sam
nefndri barnabók sem Jones hafði sent frá sér en var einnig innblásin af þeim
súrrealíska húmor sem hann og félagar hans höfðu þróað með sér í sjónvarps
þáttunum Monty Python‘s Flying Circus og kvikmyndum á borð við Monty
Python and the Holy Grail (1975) og Monty Python‘s Life of Brian (1979).
Þegar sögumaðurinn segir: „Frá þeim tíma þegar siðmenningin var ekki svo
siðmenntuð“ birtist nærmynd af skeggjuðum ölvuðum mönnum sem standa
í hnapp innanhúss. Einn þeirra berar tennurnar og fleygir frá sér exi. Hún
lendir í timburþili skammt frá andliti skelfingu lostinnar konu með ljósar
fléttur. Ný sena hefst: Leikarinn John Cleese birtist þar í hlutverki miðaldra
manns sem stendur í barnahópi utandyra að vetrarlagi, með úfið hár og loð
feld á öxlum. Hann ber hníf að hálsi einnar stúlkunnar og segir ógnandi:
„Fleygið frá ykkur vopnunum – annars drepum við börnin.“2 Í ljós kemur
að hann er að ávarpa álappalegan hóp karla sem standa úti í tjörn vopnaðir
sverðum. Þeir fleygja að sjálfsögðu frá sér vopnunum en þá bætir Cleese við:
„Jæja, við drepum börnin engu að síður.“3 Þegar sögumaðurinn fer að tala um
hættuleg stefnumót er síðan brugðið upp mynd af titilpersónu myndarinnar
gera viðvaningslega tilraun til að nauðga varnarlausri konu.
Þessar þrjár senur eru aðeins um fimmtán sekúndur en það tekur ekki
lengri tíma að koma á framfæri öllum helstu klisjum kvikmyndaiðnaðarins
um norræna víkinga. „Í hinni dæmigerðu víkingamynd,“ skrifar Keven J.
Harty, „er víkingurinn jafnan árásargjarn berserkur – villimannleg and
stæða siðmenningarinnar þar sem hann fer um rænandi og ruplandi, með
báli og brandi, hneppir fólk í ánauð, nauðgar og drepur.“4 Í greinasafninu The