Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 65
v í k i n g U r i n n m e ð r ó ð U k r o S S i n n 65 Chaillu. Þar er meðal annars að finna enskar þýðingar á þeim köflum Eiríks sögu og Grænlendinga sögu sem hér hafa komið til tals. Líta má á skáldsögu Liljencrantz sem tilraun til að sætta þær tvær ólíku frásagnahefðir um Leif heppna sem varðveittar eru í íslensku heimildunum. Í fyrri hluta skáldsögunnar sækir skáldkonan sér einkum innblástur í Eiríks sögu, en hún kynnir þó líka til sögunnar Þjóðverjann Tyrker sem byggður er á Tyrki úr Grænlendinga sögu. Frásögn skáldsögunnar hefst í Noregi á dögum Ólafs Tryggvasonar á nokkrum köflum sem lýsa fyrstu samskiptum þrælsins Alwins og Helgu, sem er uppeldissystir Leifs. Það er ekki fyrr en í áttunda kafla að konungur felur Leifi að kristna Grænland. Þeim viðburði er ekki lýst beint heldur segir þjónustumaður Leifs, þrællinn Karkur, Alwin og fleira fólki frá þeim fundi. Þetta skýrist af því að þótt sagan sé sögð í þriðju persónu fylgir sjónarhornið Alwin og hann er á þessu stigi frásagnarinnar ókunnugur Leifi. Orðaskiptin, sem Karkur hefur eftir, eru að hluta til tekin beint upp úr Eiríks sögu en þó aukið nokkuð við þau. Karkur hélt áfram: „Leifur sagðist vera reiðubúinn að gera hvað sem konungur óskaði; en samt yrði það ekki auðvelt. Hann nefndi nafn Eiríks, og eftir það töluðu þeir í hálfum hljóðum svo ég heyrði ekki hvað þeim fór á milli. Síðan hallaði Ólafur sér loks aftur í hásætinu og sagði. „Ég veit engan jafnvel til starfans fallinn og þig. Muntu giftu til bera.“ Leifur svaraði: „Það mun því að eins, að ég njóti yðar við.“ Síðan greip hann hönd konungs og þeir drukku hvor annars skál og litu djúpt í augu hvor annars.20 Leifur siglir þessu næst ásamt mönnum sínum til Grænlands. Á leiðinni ákveður hann að fela Alwin þær þjónustuskyldur sem Karkur hefur gegnt og verður það kveikja að óvináttu þrælanna tveggja. Leifur skáldsögunnar lendir ekki í hafvillum, eins og hann gerir í Eiríks sögu, heldur siglir rakleiðis heim í Brattahlíð. Þar situr hann spennuþrungna veislu þar sem faðir Karks tekur að hallmæla Alwin sem kristnum rakka. Leifur stendur þá á fætur og segist sjálfur hafa tekið kristna trú af hendi Ólafs konungs Tryggvasonar tveimur árum fyrr. Eiríkur rauði tekur þessum fréttum afar illa. Fyrstu viðbrögð hans eru að fleygja exi í átt að syni sínum en kastið geigar og vopnið festist í viðar­ þili að baki Leifs. Engu má muna að bardagi brjótist út milli liðsmanna þeirra feðga en Leifi tekst með naumindum að ná stjórn á aðstæðum. Eiríkur segir að þótt hann fyrirlíti son sinni fyrir að hafa tekið kristna trú sé Leifi, sam­ kvæmt fornum siðvenjum, heimilt og skylt að njóta gestrisni foreldra sinna. Í næstu köflum auðnast Leifi að snúa ýmsum mönnum í kringum sig til kristni en Eiríkur heldur þó áfram fast í trú sína á Óðin og Þór. Þegar hér er komið í sögunni fer Liljencrantz að nýta sér Grænlendinga sögu í vaxandi mæli. Til Brattahlíðar kemur einn af skipverjum Bjarna Herjúlfssonar, Grettir digri, og segir hann Leifi og mönnum hans sögur af hafvillum þeirra Bjarna á leið til Grænlands nokkru fyrr. Frásögn Grettis er tekin svo að segja orðrétt upp úr viðkomandi kafla Grænlendinga sögu eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.