Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 66
J ó n k a r l H e l g a S o n 66 og hann birtist í The Viking Age eftir Paul du Chaillu. Helsti munurinn felst í því að Grettir segir við, okkur og okkar þar sem í frumtextanum stendur þeir, þeim og þeirra. Í framhaldi af þessari heimsókn ákveður Leifur að kanna löndin í vestri sem Bjarni hafði uppgötvað. Hefur hann fyrst viðkomu á Hellulandi, þá Marklandi og loks í Vínlandi, þar sem Tyrker finnur vínvið og vínber, rétt eins og í Grænlendinga sögu. Tveir kaflar í The Thrall of Leif the Lucky sem lýsa landafundum Leifs hefjast á beinum tilvitnunum með smáu letri í viðkomandi lýsingar Græn- lendinga sögu úr The Viking Age. Hér eru lesendur skáldsögunnar minntir á að Liljencrantz sé að vinna úr gömlum sögulegum heimildum. Þeir hafa samt takmarkaðar forsendur til að átta sig á hvað í texta Liljencrantz er hreinn skáldskapur. Dæmi um ótalmargar viðbætur hennar er að Leifur uppgötvar vetur þeirra í Vínlandi að Alwin (sem hefur dulbúið sig sem franskan hefðar­ mann) kann að rita rúnir. Fær Leifur hann til að skrifa niður eftir forsögn sinni sögu leiðangursins og lofar að uppfylla hverja hans ósk að launum. Þetta verkefni ýtir undir að Leifur leggur að endingu blessun sína yfir ást Alwins og Helgu, en rétt er að taka fram að í skáldsögunni er Leifur ekki keppinautur Alwins um stúlkuna heldur einn skipverja hans, Egill nokkur Ólafsson. Þá eru áhöld um hvort foreldrar Helgu í Noregi vilji leyfa henni að giftast enskum þræl, þó svo að hann sé af göfugum ættum. Skáldsögunni lýkur á því að Alwin og Helga sigla með Leifi aftur til Grænlands og er allt útlit fyrir að þau muni búa þar hamingjusöm til æviloka. Þegar hefur verið vikið að nokkrum atriðum þar sem handritshöfundur The Viking hvikar frá söguþræðinum í skáldsögu Liljencrantz. Þannig var nefnt að Leifur kvikmyndarinnar fer frá Noregi í þeim tilgangi að kanna ný lönd, fremur en að boða Grænlendingum trú. Í samræmi við þetta einfaldar Cunningham þá kafla sem lýsa komu Leifs til Grænlands og dvöl hans þar. Hann gerir sér mat úr heiðni Eiríks rauða og hatri hans á kristnum mönnum en það birtist meðal annars í senu þar sem Eiríkur heggur einn manna sinna í herðar niður eftir að hafa uppgötvað að viðkomandi er með róðukross um hálsinn. Við þetta tækifæri er Grænlandi lýst í skjátexta sem „hinum berangurslega útverði norrænnar menningar þar sem miskunnarlaus þrjósk heiðnin ræður enn ríkjum“.21 Næsta sena kvikmyndarinnar byggir allnáið á þeim kafla The Thrall of Leif the Lucky þar sem Eiríkur fleygir exi sinni í átt að Leifi en munurinn felst í því að á hvíta tjaldinu brýst út bardagi milli heimamanna og skipverja Leifs. Komast þeir síðarnefndu við illan leik um borð í skip sitt og sigla þegar í stað vestur á bóginn. Leifi gefst enginn tími til kristniboðs í þessari heimsókn en í lok senunnar er gefið í skyn að Eiríkur sé, þrátt fyrir allt, stoltur af því að eiga svo hugdjarfan son. Þetta er eitt dæmi af mörgum um það hvernig Leifi er lýst í The Viking sem hugprúðum villi­ manni; hann kann að bregða brandi en getur líka verið miskunnsamur og tilfinningasamur þegar við á og grípur þá gjarnan um róðukrossinn sem hangir um háls hans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.