Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 68
J ó n k a r l H e l g a S o n 68 varðveittum rústum varðturnsins. Undir hljóma lokastefin í bandaríska þjóðsöngnum, „The Star Spangled Banner“, en þótt um þögla kvikmynd hafi verið að ræða fylgdi henni hljóðrás með tónlist og leikhljóðum. Líkt og Arne Lund bendir á í umfjöllun um þessi sögulok kvikmyndar­ innar er hér fléttað saman ýmsum táknrænum skilaboðum. Senan þar sem Leifur og menn hans ganga á land með fána og trékross vísar í sígildar túlk­ anir bandarískra myndlistarmanna á landtöku Kólumbusar í nýja heiminum árið 1492. Það að hópurinn skuli falla á kné vísar í hliðstæð málverk sem sýna landtöku fyrstu ensku landnemanna í Bandaríkjunum en þeir komu siglandi með skipinu Mayflower að strönd Plymouth í Massachusetts árið 1620. Varðturninn vísar aftur á móti í áralangar deilur fornleifafræðinga og leikmanna um það hvort viðkomandi rústir í Newport væru minjar um Vínlandsferðir norrænna manna eða leifar af vindmyllu frá sautjándu öld. Fyrrnefnda túlkunin er fullkomlega ótrúverðug en árið 1928 átti hún sér enn ýmsa formælendur. Með vísan til þessara tákna og tónanna úr „Star Spangled Banner“ segir Lund að höfundar myndarinnar notfæri sér Vínlandssögurnar „til að skapa ensk­norræna mýtu um upphaf bandarísku þjóðarinnar löngu fyrir tíma Kólumbusar“.26 Í þessu sambandi má benda á hve sú mynd sem dregin er upp af ind­ jánunum í The Viking er mótsagnakennd. Augljósasta mótsögnin felst í því að hinn meinti varðturn í Newport eigi að vera „tákn friðar og vináttu“. Krossinum sem Leifur hengir um háls indjánans og indjánafjöðrinni sem Helga skreytir hár sitt með er hugsanlega ætlað að gefa vísbendingu um með hvaða hætti þessir frumbyggjar og innflytjendur geti lifað í sátt og samlyndi. Lykillinn felst í því að báðir tileinki sér hefðir hins. Senan er því miður ekki í neinu samræmi við það hvernig samskipti þessara tveggja hópa þróuðust í veruleikanum, né íslensku miðaldaheimildirnar. Það að þau Helga og Alwin skuli hefja búskap í Norður­Ameríku í The Viking kann að vera innblásið af frásögnum Vínlandssagnanna af ferðum þeirra manna sem sigldu vestur um haf í kjölfar Leifs heppna. Þar var veigamestur leiðangur undir forystu Þorfinns karlsefnis en hann er sagður hafa dvalið vestra ásamt föruneyti í tvo eða þrjá vetur. Ítrekaðar skærur aðkomumanna við heimamenn voru hins vegar höfuðástæða þess að Þorfinnur og félagar hans ákváðu að snúa aftur heim frá Vínlandi. „Þeir þóttust nú sjá þótt þar væru landskostir góðir að þar mundi jafnan ófriður og ótti á liggja af þeim er fyrir bjuggu,“ segir í Eiríks sögu rauða.27 iv Arne Lund tengir túlkun sína á The Viking við togstreitu sem var milli eldri og yngri hópa innflytjenda í Bandaríkjunum á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Fram til ársins 1883 hafði meirihluti innflytjenda komið frá Norður­ Evrópu, en upp úr aldamótunum 1900 kom hins vegar mikill meirihluti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.