Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 80
d av í ð H ö r g d a l S t e F á n S S o n 80 listin úr Mandy er öðrum verkum Jóhanns; drónandi gítarrokkhljómar eru alltumlykjandi og bjagaðir syntar draga fram í hlustandanum sérkennilegt og oft óþægilegt tilfinningaróf. Þegar Jóhann féll frá hafði vinna hafist við næstu stórmynd, Christopher Robin með Ewan McGregor í aðalhlutverki, en Mandy lifir áfram sem síð­ asta kvikmyndaverk Jóhanns. Þegar upp er staðið blasir við að þessi blíði snill ingur, sem kunni betur en flestir að miðla djúpum, fallegum og sárum tilfinningum, var á sama tíma þjakaður af fíkn og tómi. Hann gekk á sig með neyslu fíkniefna, gekk frá sér, eins og margir hafa gert og munu gera. Og eðli forvitninnar er sterkt – því verður ekki hjá því komist að velta fyrir sér tengslum svartholsins við fegurðina. Hvort svartholið og ólgan virkaði ekki eins og uppspretta í leitinni að fegurðinni? Það var nánast líkamlega sárt að horfa á Mandy í myrkrinu í Bíó Paradís og hlusta á epíska sýrutónlist Jóhanns. Tilhugsunin um manneskjuna Jóhann, á kafi í eigin sköpunarmætti og neyslu, að taka inn í skynfæri sín djúpsúrrealísk myndskeið myndarinnar og sækja inn í sjálfan sig og eigin reynslu það allra myrkasta og sárasta; sú til­ hugsun var nánast yfirþyrmandi harmræn. Vegna þess að Jóhann var miklu meira en atvinnutónskáld; hann var listamaður af lífi og sál og það þýðir að hann var alltaf allur undir, alltaf allur með í för. Allt það fallegasta. Allt það svartasta. Allt það týndasta. leikstjórinn / listamaðurinn Þótt Mandy hafi slegið lokatóninn í Hollywood­ferli Jóhanns er tíðinda þó að vænta. Samstarfsfólk Jóhanns vinnur nú hörðum höndum að því að full­ gera aðra kvikmynd hans, Last and First Men, og er stefnt á frumsýningu síðar á þessu ári. Miðað við brot úr myndinni sem ég hef fengið að skoða er þar á ferðinni magnað listaverk sem setur Jóhann á stall sem þungavigtar kvikmyndagerðarmann og því er full ástæða til að rýna betur í myndina í samhengi við fyrri mynd Jóhanns. Í End of Summer frá árinu 2014 leika mörgæsir, fjöll, borgarísjakar og umhverfishljóð aðalhlutverkin, en myndin er afrakstur 20 daga ferðar Jóhanns og föruneytis til Suðurskautslandsins með 16 mm filmuvél að vopni. Útkoman er dáleiðandi, svarthvítur hálftími; stutt en áhrifamikil ferð á heimsenda, dregin hægfljótandi og langdregnum línum sem krefjast fullrar og óskoraðrar athygli áhorfandans. Þetta er eyðimynd um samfélag á mörkum þess þekkta þar sem engar vísbendingar er að finna um mannlega tilvist. Hver föst uppstilling er eins og ævaforn rammi með landslagsmál­ verki, en samt er hreyfingin stöðug og varfærin, í tónlistinni, í vindinum, í hafinu, og auðvitað í mörgæsunum sem lalla um þennan einkaheim sinn eins og myndlíking fyrir mannfólkið. Á ferli sínum fékkst Jóhann ítrekað við „eyðilendur“ og rústir af einhverju
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.