Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 80
d av í ð H ö r g d a l S t e F á n S S o n
80
listin úr Mandy er öðrum verkum Jóhanns; drónandi gítarrokkhljómar eru
alltumlykjandi og bjagaðir syntar draga fram í hlustandanum sérkennilegt
og oft óþægilegt tilfinningaróf.
Þegar Jóhann féll frá hafði vinna hafist við næstu stórmynd, Christopher
Robin með Ewan McGregor í aðalhlutverki, en Mandy lifir áfram sem síð
asta kvikmyndaverk Jóhanns. Þegar upp er staðið blasir við að þessi blíði
snill ingur, sem kunni betur en flestir að miðla djúpum, fallegum og sárum
tilfinningum, var á sama tíma þjakaður af fíkn og tómi. Hann gekk á sig
með neyslu fíkniefna, gekk frá sér, eins og margir hafa gert og munu gera.
Og eðli forvitninnar er sterkt – því verður ekki hjá því komist að velta fyrir
sér tengslum svartholsins við fegurðina. Hvort svartholið og ólgan virkaði
ekki eins og uppspretta í leitinni að fegurðinni? Það var nánast líkamlega
sárt að horfa á Mandy í myrkrinu í Bíó Paradís og hlusta á epíska sýrutónlist
Jóhanns. Tilhugsunin um manneskjuna Jóhann, á kafi í eigin sköpunarmætti
og neyslu, að taka inn í skynfæri sín djúpsúrrealísk myndskeið myndarinnar
og sækja inn í sjálfan sig og eigin reynslu það allra myrkasta og sárasta; sú til
hugsun var nánast yfirþyrmandi harmræn. Vegna þess að Jóhann var miklu
meira en atvinnutónskáld; hann var listamaður af lífi og sál og það þýðir að
hann var alltaf allur undir, alltaf allur með í för. Allt það fallegasta. Allt það
svartasta. Allt það týndasta.
leikstjórinn / listamaðurinn
Þótt Mandy hafi slegið lokatóninn í Hollywoodferli Jóhanns er tíðinda þó
að vænta. Samstarfsfólk Jóhanns vinnur nú hörðum höndum að því að full
gera aðra kvikmynd hans, Last and First Men, og er stefnt á frumsýningu
síðar á þessu ári. Miðað við brot úr myndinni sem ég hef fengið að skoða er
þar á ferðinni magnað listaverk sem setur Jóhann á stall sem þungavigtar
kvikmyndagerðarmann og því er full ástæða til að rýna betur í myndina í
samhengi við fyrri mynd Jóhanns.
Í End of Summer frá árinu 2014 leika mörgæsir, fjöll, borgarísjakar og
umhverfishljóð aðalhlutverkin, en myndin er afrakstur 20 daga ferðar
Jóhanns og föruneytis til Suðurskautslandsins með 16 mm filmuvél að
vopni. Útkoman er dáleiðandi, svarthvítur hálftími; stutt en áhrifamikil
ferð á heimsenda, dregin hægfljótandi og langdregnum línum sem krefjast
fullrar og óskoraðrar athygli áhorfandans. Þetta er eyðimynd um samfélag á
mörkum þess þekkta þar sem engar vísbendingar er að finna um mannlega
tilvist. Hver föst uppstilling er eins og ævaforn rammi með landslagsmál
verki, en samt er hreyfingin stöðug og varfærin, í tónlistinni, í vindinum, í
hafinu, og auðvitað í mörgæsunum sem lalla um þennan einkaheim sinn eins
og myndlíking fyrir mannfólkið.
Á ferli sínum fékkst Jóhann ítrekað við „eyðilendur“ og rústir af einhverju