Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 81
S v i F i ð m e ð g U l l F r á S ó l U 81 tagi, t.a.m. í Fordlândia þar sem útópía Henrys Ford lifir eftir í rústunum og í teiknimyndinni Varmints þar sem samfélagið er að leysast upp. Hring­ ferli útópíu og dystópíu er efniviðurinn. Gamaldags skrásetningaraðferðin í End of Summer – 16 mm filman – og statísk notkun hennar minnir líka á heimildamyndina Corpus Camera og jafnvel aðrar þekktari myndir á borð við Maður og verksmiðja eftir Þorgeir Þorgeirson og hina sovésku Maður og myndavél, þótt í báðum þeim síðarnefndu sé mun meiri narratíva. Engu að síður er eðli þessara mynda fyrst og fremst að sýna frekar en að útskýra og túlka; tilvist manna og hluta er látin skýra sig sjálf og hlutverk áhorfandans er að mæta inn í augnablikið sem vitni fremur en greinandi. Tónlistin í End of Summer er unnin í samstarfi við Hildi Guðnadóttur og Robert A.A. Lowe og styður listilega við fábrotið (en langt í frá leiðigjarnt) myndefnið; hún sveiflast bæði hægt og rólega eins og vindurinn sem við heyrum í og vaggar ákveðið eins og öldur hafsins. Almennt er undirtónn­ inn þungur og í síðari tveimur lögunum fer fram ansi magnaður leikur með tölvubjagaðar raddir, allt að því spuni sem felur í sér mun meiri tilrauna­ mennsku en vant er í tónlist Jóhanns og á greinilegan skyldleika við radd­ leikinn sem einkenndi tónlistina úr Arrival. End of Summer er sérlega vel gerð kvikmynd, ljóðræn og hægfljótandi en á sama tíma ágeng og óþægilega nærgöngul, ekki síst eftir því sem líður nær lokum myndarinnar og ágangur tónlistarinnar eykst þar til sumrinu lýkur með fallegu sólsetri. Þannig minnir End of Summer á sviðslistaverk Ragnars Kjartanssonar, þar sem framvinda er í aukahlutverki en leikmynd, uppstilltar aðstæður og tón­ list Kjartans Sveinssonar leika þeim mun stærri hlutverk. Munurinn á milli þessara tveggja listamanna er þó töluverður og á meðan Jóhann vinnur með ósnortna náttúru notast Ragnar við ýktar sviðsmyndir og hlægilegar/harm­ rænar aðstæður sem endurteknar eru út í hið óendanlega. Báðir þvinga þeir samt fram það sem kalla mætti ofurvægi augnablikstilvistar þar sem sjálft listaverkið er það sem er að finna í augnablikinu, handan hinnar listrænu úrvinnslu. Þetta er andstæðan við listræna mötun þar sem sögu eða boð­ skap er troðið ofan í áhorfandann; hér eru skapaðar takmarkaðar aðstæður sem kalla fram sterk en þó opin hughrif, sem verða til þess að áhorfandinn neyðist til að setja sjálfan sig inn í verkið, ekki ósvipað því hvernig bandaríska tónskáldið John Cage notaði þögnina til að draga fram umhverfishljóð og hljóð sem áheyrendur sjálfir gáfu frá sér og urðu þannig hluti af tónverkinu hverju sinni. endalok mannkyns og fornleifafræði framtíðarinnar Is the beauty of the Whole really enhanced by our agony? And is the Whole really beautiful? And what is beauty? Throughout all his existence man has been striving to hear the music of the spheres, and has seemed to himself once and again to catch some phrase of it, or even a hint of the whole form of it. Yet he can never be sure that
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.