Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 91
o r ð U m m y n d l i S t 91 honum hulið því að upprunalegri merkingu orðanna hefur verið úthýst. Önnur hlið á sama peningi er svo að hversdagsleg orð öðlast víðari og jafn­ vel glænýja merkingu í lista­enskunni. Raunveruleiki (e. reality) er til dæmis orð sem kemur oft fyrir í alþjóðlegu lista­enskunni. Í daglegu tali merkir orðið einhvers konar efnislegar staðreyndir sem blasa við okkur vakandi og allsgáðum. En fyrir innvígða í lista­enskunni merkir raunveruleiki eins konar margstrending með óteljandi hliðum þar sem hver hlið lýsir persónu­ bundinni upplifun á hvað sé raunverulegt. til varnar lista-enskunni „Listamaðurinn þvingar okkur til að horfast í augu við hrun siðmenn­ ingarinnar“. Það var listrýni af þessu tagi sem tímaritið October vildi losna undan. Aðstandendur þess vildu skapa listrýni þar sem áhorfandanum væri gefið meira vægi, þekkingin væri margrödduð og listaverk vettvangur til að byggja þekkingu í sameiningu frekar en að áhorfandinn ætti að falla á hnén frammi fyrir meistaraverkinu. Það er af þeirri viðleitni sem lista­enskan sprettur og skýrir um leið opinn en rótlausan tón hennar. Það er í eðli myndlistarinnar að vera margræð og færast sífellt undan skil­ greiningum. Lista­enskan missir oftast marks þegar hún reynir að apa það upp. Þegar túlka á myndlist virðist hún jafnharðan geta haft hamskipti og því ummyndunarferli reynir lista­enskan að lýsa. „Myndlistin er alltaf fyrst,“ er stundum sagt og þá er átt við að það virðist sem myndin komi á undan orðunum. Myndlistarmenn eru oft næmir á það sem koma skal, hvort sem það er fagurfræðilegs eða hugmyndafræðilegs eðlis. Og þessi „sýn“ er ekki endilega fullmótuð. Þess vegna er viðfang myndlistarinnar oft það sem er að „framkallast“ eða einhvers konar millistig umbreytinga. Skrif um samtíma­ list skortir eðlilega þá yfirsýn sem eftirtíminn einn getur veitt, því hennar er að skrá líðandi stund. Undirskilin þekking Þegar Cezanne málaði sama fjallið aftur og aftur var hann aldrei að mála sjálft fjallið heldur fást við skynfræðileg, heimspekileg og jafnvel andleg fyrirbæri. Þegar listamaðurinn David Hammons pissaði á skúlptúr eftir Richard Serra var gjörningurinn flóknari en blasti við. Gjörningurinn Pissed Off fjallar um stéttaskiptingu, kynþáttahatur og vald. Richard Serra er hvítur karlmaður sem er þekktur fyrir risavaxna skúlptúra í almenningsrými á meðan David Hammons vinnur út frá menningu svartra Bandaríkjamanna, þjóðfélagshópi sem hann sjálfur tilheyrir. Í gjörningnum tjáir Hammons hvernig sumum samfélagshópum er gefið ótakmarkað pláss í almennings­ rýminu á meðan þrengt er að öðrum og þeir gerðir ósýnilegir. En það sem gerir verk Serra, Hammons, Cezanne og annarra listamanna að listaverki er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.