Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 93
o r ð U m m y n d l i S t
93
við veröldina. Hið fyrra kallaði hann praktískan skilning og hið seinna fjar-
lægan fræðilegan skilning. Þessar tvær upplifanir á því að vera í heiminum
afhjúpa það hvernig við erum í heiminum og hvaða verkfæri, aðferðir og kerfi
við notumst við til þess.
Það er mikilvægt að taka fram að það sem Heidegger kallaði verkfæri er allt
frá fjölskylduformi, trúarbrögðum, menntun, tungumáli o.s.frv. Verkfærin
liggja reiðubúin til notkunar og vegna þess hversu aðgengileg þau eru geta
þau auðveldlega tekið yfir eðli hugsunar okkar og tungumáls.
Í samhengi við undirskilda þekkingu og praktískan skilning á verunni í
heiminum er vert að skoða hvernig Heidegger lagði áherslu á sambandið milli
praktískra verkfæra og heimsins. Hamar öðlast aðeins merkingu í gegnum
notkun. Hin undirskilda þekking liggur í aðgerðinni; í því að nota verkfærið.
Þekkingin verður til í praktískri aðgerð. Meðvitundin um notkunina á verk
færinu er einhvers konar sjálfskilningur samofinn verklegri aðgerð.
reynsla listamannsins
Þegar listamaður eða handverksmaður vinnur í efni mætti lýsa því sem sam
tali á milli tveggja fyrirbæra sem hvort tveggja býr yfir ákveðnum mögu
leikum sem og takmörkum. Í þessu „hljóða“ samtali fyrirfinnst auðmýkt hjá
listamanninum eða handverksmanninum þar sem hann getur ekki þvingað
efnið til að haga sér á hvaða hátt sem er. Hann þarf að læra að hlusta á „tungu
mál“ efnisins og stilla sig af í takt við það. Þannig mætti jafnvel segja að efnið
tali í gegnum listamanninn.
Í bókinni Berger on Drawing eftir listfræðinginn John Berger er að finna
ágætt dæmi um þetta. Berger lýsir því nákvæmlega hvaða uppgötvanir hann
gerir og hvaða áskorunum hann mætir í teikniferlinu.
Ég fór að skynja hvítan flöt teiknipappírsins á nýjan hátt. Nú upplifði ég þennan
hreina flöt sem autt rými. Þetta tæra og bjarta rými varð fyrir mér einhvers konar
svæði endalausra möguleika […] Á meðan ég virti fyrir mér fyrirsætuna upplifði ég
svo sterkt hvernig hann væri úr föstu efni, að hann tæki pláss í rýminu, að hann væri
stærri en summa tugþúsunda hugmynda um hann. […] Þá, frekar skyndilega, náði
teikningin ákveðnum hápunkti sem er líka ákveðið kreppuástand. Það er að segja að
það sem ég hafði teiknað fór að vekja athygli mína jafn mikið og það sem ég átti eftir
að uppgötva.Í teikniferlinu kemur alltaf að ákveðnu stigi þar sem það ræðst hvort
teikningin heppnist eða ekki. Á þessu stigi fer teiknarinn nefnilega að teikna út frá
kröfum og þörfum teikningarinnar, því sem hann er þegar búinn að teikna. Ef það
sem hann hefur sett niður á örkina er að einhverju leyti rétt þá mun það sem hann
á enn eftir að uppgötva kallast á við raunverulega skoðun. Ef teikningin er í grund
vallaratriðum röng mun það sem bætist við verða framlenging af rangri skoðun.
(Berger, John 2008: 5–8)
Dæmið sem hér er tekið er af klassískri módelteikningu en sams konar hljóða
samræðu gæti listamaður átt andspænis því að tjá valdbeitingu í frauðplast,