Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 97
m o r g U n n á kó n g S H ó l m i
97
Hjörtur Pálsson
Morgunn á Kóngshólmi
í piperska trädgården í Stokkhólmi
Enn er mér ekki úr minni liðið atvik sem fyrir mig kom í Stokkhólmi
morgun einn í nóvember 2015 þegar ég var þar á ferð og gisti á Clarion
Hotell Amaranten, Kungsholmsgatan 31. Skuggsýnt var orðið þegar ég kom
þangað í bíl að aðaldyrum, svo að ég veitti enga athygli litlum lystigarði í
næsta nágrenni. Sólarhring síðar átti ég erindi að gegna vegna verðlaunaaf
hendingar Letterstedtska félagsins í Piperska muren, átjándu aldar húsi sem,
eins og múr sem því heyrir til og garðurinn fyrir framan það, er kennt við
sænskan greifa sem forðum stríddi með Karli tólfta og gerði garðinn frægan.
Þangað hafði ég aldrei komið áður og vildi fullvissa mig um að ég rataði
á réttar dyr þegar þar að kæmi. Þótt ég hefði litið á tölvukort af nefndu húsi
hafði ég misreiknað fjarlægðina þangað úr næturstað, því þegar ég tók mér
göngu út í kvöldmyrkrið til að svipast um og gekk fyrir hornið á hótelinu
var ég undir eins staddur í dálitlu sundi milli hótelveggjarins og girðingar
kringum ferhyrndan reit. Á lítt áberandi spjaldi sem hengt hafði verið á járn
verkið umhverfis hann stóð skýrum stöfum Piperska trädgården. Gátan var
ráðin og ekki ýkja mörg skref frá hóteli á áfangastað morgundagsins. Mér
datt í hug að litast um í garðinum en hætti við það, því nú var orðið dimmt
og meira en mannhæðarhátt hliðið á rimlagirðingunni læst með hengilás.
ii
Morguninn eftir var veður hlýtt og kyrrt en himinninn skýjaður yfir Stokk
hólmi, og ég gekk á ný inn í sundið þar sem garðshliðið stóð nú opið og áfram
inn um það. Í garðinum, nokkru fjær, var maður með hrífu að tína upp rusl,
raka og hreinsa til. Fyrst varð mér starsýnt á hvítt höfuð höggvið í stein sem
stóð eitt upp úr votri grasflöt við einn gangstíginn. Það var í rómönskum stíl,
ef ég veit rétt, af stuttklipptum ungum manni, og mér fannst í fljótu bragði
að það gæti verið af óþekktum hermanni sem aðeins skorti hjálminn. Var
þetta stytta af manni, gröfnum upp að hálsi í jörð, eða einungis höfuð laust
frá bolnum?
Þessu velti ég fyrir mér meðan ég litaðist um og gaf manninum með
hrífuna gætur án þess að mikið bæri á. Gekk aftur og aftur að höfðinu uns