Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 97
m o r g U n n á kó n g S H ó l m i 97 Hjörtur Pálsson Morgunn á Kóngshólmi í piperska trädgården í Stokkhólmi Enn er mér ekki úr minni liðið atvik sem fyrir mig kom í Stokkhólmi morgun einn í nóvember 2015 þegar ég var þar á ferð og gisti á Clarion Hotell Amaranten, Kungsholmsgatan 31. Skuggsýnt var orðið þegar ég kom þangað í bíl að aðaldyrum, svo að ég veitti enga athygli litlum lystigarði í næsta nágrenni. Sólarhring síðar átti ég erindi að gegna vegna verðlaunaaf­ hendingar Letterstedtska félagsins í Piperska muren, átjándu aldar húsi sem, eins og múr sem því heyrir til og garðurinn fyrir framan það, er kennt við sænskan greifa sem forðum stríddi með Karli tólfta og gerði garðinn frægan. Þangað hafði ég aldrei komið áður og vildi fullvissa mig um að ég rataði á réttar dyr þegar þar að kæmi. Þótt ég hefði litið á tölvukort af nefndu húsi hafði ég misreiknað fjarlægðina þangað úr næturstað, því þegar ég tók mér göngu út í kvöldmyrkrið til að svipast um og gekk fyrir hornið á hótelinu var ég undir eins staddur í dálitlu sundi milli hótelveggjarins og girðingar kringum ferhyrndan reit. Á lítt áberandi spjaldi sem hengt hafði verið á járn­ verkið umhverfis hann stóð skýrum stöfum Piperska trädgården. Gátan var ráðin og ekki ýkja mörg skref frá hóteli á áfangastað morgundagsins. Mér datt í hug að litast um í garðinum en hætti við það, því nú var orðið dimmt og meira en mannhæðarhátt hliðið á rimlagirðingunni læst með hengilás. ii Morguninn eftir var veður hlýtt og kyrrt en himinninn skýjaður yfir Stokk­ hólmi, og ég gekk á ný inn í sundið þar sem garðshliðið stóð nú opið og áfram inn um það. Í garðinum, nokkru fjær, var maður með hrífu að tína upp rusl, raka og hreinsa til. Fyrst varð mér starsýnt á hvítt höfuð höggvið í stein sem stóð eitt upp úr votri grasflöt við einn gangstíginn. Það var í rómönskum stíl, ef ég veit rétt, af stuttklipptum ungum manni, og mér fannst í fljótu bragði að það gæti verið af óþekktum hermanni sem aðeins skorti hjálminn. Var þetta stytta af manni, gröfnum upp að hálsi í jörð, eða einungis höfuð laust frá bolnum? Þessu velti ég fyrir mér meðan ég litaðist um og gaf manninum með hrífuna gætur án þess að mikið bæri á. Gekk aftur og aftur að höfðinu uns
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.