Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 105
m e ð a l a d d í n S a n d a í S l e n S k U n n a r í v e S t i S va S a n U m 105 vægara um fréttir, dægurþras og þessháttar eða leiðinlegum bollaleggingum sem stundum komu fyrir ef illa lá á skáldinu.“ Ekki tókst honum að vísu að bægja alveg burt þunglyndislegum þönkum en bréfin eru vissulega andrík, fjörug og skemmtileg. Og löng og mörg, þó aðeins sé um úrval að ræða: Afköst Matthíasar hafa verið tröllaukin á sviði bréfritunar ekki síður en í skáldskapnum. Sennilega hafa fáir Íslendingar – og er þá mikið sagt – verið haldnir öðru eins ritæði og skáldjöfurinn, því hann var líka eitt afkastamesta ljóðskáld íslenskrar bókmenntasögu. „Hvað ætli þeir segðu hérna um einn Shakespeare?“ Fræg er vinátta höfuðskáldanna Steingríms Thorsteinssonar og Matthíasar, sem fóru meira að segja saman og fundu í Fljótshlíðinni strákinn sem skyldi taka við af þeim sem skáldmæringur, Þorstein Erlingsson. Þeir kynntust fyrst í Kaupmannahöfn árið 1856 þegar Matthías var í sinni fyrstu utan­ för en þá starfaði hann sem verslunarmaður í Flatey á Breiðafirði og var enn ekki sestur á skólabekk. Sex árum síðar var Steingrímur útskrifaður úr háskólanum í Kaupmannahöfn í málfræði og sestur þar að, en Matthías orðinn tuttugu og sjö ára skólapiltur í Reykjavík, nýbúinn að skrifa leikritið sem seinna fékk nafnið Skugga-Sveinn, en hét nú Útilegumennirnir – og sló í gegn. Þann 17. mars 1862 skrifar hann Steingrími bréf um þennan listræna sigur með þeirri hógværðardrýldni sem sýnist við hæfi hér: Ég bjó til eða sullaði eða skrúfaði saman leikriti í jólafríinu. Það heitir „Útilegu­ mennirnir“ og er í 4 þáttum með ljóðmælarusli hér og þar. Mér leiddist þessi danska „Kommindía“, sem griðkonur hérna segja, og tók mig því til, og þó þetta rit mitt í raun og veru sé ómerkilegt gjörði það þó hvínandi lukku; ég var æptur fram á scenuna og klappaði pöbullinn yfir mér svo að ég varð áttavilltur. Svei mér ef ég nenni að tala meira um þetta efni við þig, hinu lofa ég að senda þér exemplar af þessum sótröptum ef ég gef þá út í vor eða sumar, sem ég líklega ekki kemst hjá að gjöra. Til hins langar mig út af lífinu, að búa til eitthvert sögudrama, en til þess er ég enn ekki fær, enda þótt ég væri laus orðinn við þessa hlekki. Ég hef vaðið í gegnum flest Shakespeares rit í vetur, á sænsku, því ég hef ekki tíma til að lesa originalinn. Hvað ætli þeir segðu hérna um einn Shakespeare? Landar eru í mörgu kýmilegir en sem critici, skaltu trúa, taka þeir sig fyrst broslega út! Yfir þessu áminnsta riti mínu hafa 999 hrafnar krunkað á víxl og kalla þessa aðferð æstetiska. Annars eru menn sólgnir í leiki og verða því meir genverðugir sem þeir komast á betra, og lýsir það interessi. Við höfum póstfrí í dag. Mér er hálf­illt og get varla skrifað fyrir einhverri óþreyju. Líklega fer ég ekki á háskólann, því ég hef enga peninga, og enga æsku framar … Rúmum mánuði síðar skrifar Matthías Steingrími aftur og er nú ótæpilega slett, enda mjög rætt um æðri listir: Mig gladdi meira miðinn sem ég fékk frá þér núna með póstskipinu en allt vrövlið og skrautið í vetur meðan „Útilegum.“ mínir voru á stokkunum. Ég vildi nú óska að ég væri búinn að yfirfara þá og láta prenta fyrst ég verð að gera það á annað borð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.