Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 106
g U ð m U n d U r a n d r i t H o r S S o n 106 Hjartans þökk fyrir þá góðu hvöt sem þú sendir mér; þykir mér hólið sætt þegar það kemur frá þínu brjósti. Ég er svo hræddur um að ég eigi það ekki skilið. Í hinni klassísku menntun er ég ekki nema meðalþöngulhöfuð. Shakespeare hef ég lesið að miklu leyti í vetur, svensku útlegginguna hans Hagbergs, því enskuna hafði ég ekki tíma til að curera. Dæmalaus heros er sá maður. Macbeth! Lear! Hamlet! etc. etc. Ég hef lesið talsvert af hinni modernu Lyrik en hún er hvarvetna eitthvað „man­ quant“, eitthvað hálf­effemineruð, jafnvel hjá hinum gullfagra Runeberg, nema „Fän­ rik Stål“ og fyrsta bindið af ritum hans víðast hvar. Oehlenschlæger er ónýtur lyriker því málið er svo pedantist. – Hvað er ég annars að tala um þessar sakir – þú veist betur en ég. – Þú sagðist nú ekkert gefa út – það er af því að þú situr svona kyrr og hreyfir þig ekki. Dustaðu af þér rykið, komdu snöggvast heim, farðu suður til Alpanna, eða að minnsta kosti yfir um sundið. – En – þú hefur margt annað að gera svo þú getir lifað. Nokkru seinna víkur Matthías að sameiginlegum vini þeirra, Sigurði málara, sem honum hefur verið hugstæður því hann kemur víðar við sögu í bréfum Matthíasar. Greyið hann Siggi geni! Hann er nýr, genial, en hans íþróttir eru hér að dragast upp úr hor. Hann er nú alltaf að róta í antiqvitetum og íþróttasögu okkar, og gengur það fremur seint, því hann er einn að safna en margar þúsundir að týna. Undir lok bréfsins víkur Matthías enn að því efni sem honum virðist hug­ leiknast að ráðgast við hinn vitra Steingrím um. Leikurinn um Jón Arason leit dagsins ljós og búið er að gera ágæta kvikmynd eftir Gísla sögu Súrs­ sonar, en hitt eru góðar hugmyndir handa kvikmyndagerðarfólkinu okkar í magnaðar þáttaraðir: Hvað ég vildi segja? Hvað segirðu um Jón Arason? Má búa til tragedíu um hann? Fornsögurnar er örðugt við að eiga í dramatiskum skáldskap, því þær eru of sjálfar, of dramatiskar, t.d. Njála og Grettla etc. Þó er víða ágætt efni, t.d. Gísli Súrsson, með öllu því helkalda djúpi sem hlið er í anda sögu hans, og sem hlýtur að hrífa hvern mann sem anda dregur. Hörður, Kormákur og Gunnlaugur Ormstunga eru líka menn sem bjóða mikið verkefni, svo og Kjartan, en öðruvísi en Oehlenschlæger hefur gjört, því það er handaskömm. Þannig skrifast þeir á vinirnir næstu árin, um hugsanleg yrkisefni, um Shakespeare sem Steingrími gengur betur að þýða þessi árin og um ýmis­ legan annan skáldskap með ógurlegum slettum og lærðum athugasemdum. Nokkuð er vikið að skáldbræðrum þeirra Matthíasar og Steingríms í bréfi frá 30. október 1865 og byrjar Matthías á Kristjáni Fjallaskáldi: „Hjá Kristjáni er talsvert djúp í tilfinningunni og öll hans lífsskoðun er römm og eins og tröllriðin en menntun vantar hann enn greyið.“ Um Benedikt Gröndal segir Matthías: Ég hef lesið rit hans um þjóðtrú Norðurlanda sem hann sendi mér og þykir mér hún rík af sítötum en um heimspeki Gröndals vil ég ekki dæma að sinni, nema hvað ég held að hann verði aldrei heimspekingur, allt hvað fróður hann er. Þar á móti er þér gefin langtum heimspekilegri hugsun, með því líka þú hefur stjórn og hemil á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.