Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 108
g U ð m U n d U r a n d r i t H o r S S o n 108 fullt og ærslum – lofar miklu, en þýðir ekkert – – “ Loksins lauk ég við Macbeth! Skaparinn sem allt veit þekkir einn hvað ég hef haft fyrir honum, og þú þarnæst, því ekki vildi ég heldur fást við hárjárnið hann „Ljá“ (Lear). Ég er nú að hreinskrifa leikinn. [… ] Gaman er, Steingrímur, að hafa Aladdínsanda íslenskunnar í vestis­ vasanum og geta sigað honum þegar maður vill á bergrisa og berserki, og eins látið hann veiða flugur og fiðrildi og skinnhettufiður, eins og Grámann í Ármannssögu gerði fyrir Þorstein! Hefði ég heilsu, þá vantar mig ekki vilja, ekki heldur gáfu með köflum, en hið skapandi afl sem þarf til að gjöra eitthvað stórt, það þarf tíma og aðhlynningu, það þarf samræmi og kyrrð, það þarf hvöt að innan og hvatir að utan, það þarf meira en hálft líf og ljós og fjör og fylgi einnar sálar, það þarf heila sál, og svo frjálsa sál að hvorki heimurinn né holtið, hvorki dauði, djöfull né helvíti geti ónáðað hennar eirhlið. Ég vildi að við ættum Lúthers drífandi blekbyttu, hverri hann í andsk. nasir, af heilagri heift, tvöfalt upptendraður kastaði! Þá er hann sitj­ andi í hinum kjörfurstalega kastala Wartburg og kennandi stirð­ og staurkarlalega talandi þýskurum Morgunlandsins dillandi dúfusprok, yfirsetti þá óbetalanlegu uppsprettu alls andlegs sálarágætis, sacrosanctam scripturam! Gaman þætti mér – hér í eymd og einveru, kulda og Kjalarnessulti – að fást við flögðin og forynjurnar hans Shakeaspeares. Feikilegur jötunn hefur sá maður verið og þó svo fínn og „moderat“ og „útspekúleraður“ og „delicat“! Nú nú, ég tafðist frá: ég var að láta mæla Jónasi Stardal töðu og korn. Hann er átt­ ræður berserkur og hólmgöngumaður ofan úr heiði, nú orðinn félaus (áður ríkur) eftir kláðann; fáir vilja lengur hjálpa honum nema ég, ég hef grátið eina nótt lengi út af hans böli, og líkna honum þegar ég get; hann var fyrri rausnarmaður og heljarmenni, og er svo forn og naiv eins og áttrætt barn á 11. öld; en nú út úr tíma og búskap og yngri frænd­flónum til hneykslis. Í gærkvöldi segi ég við hann: „Jónas minn! Útvegið þér mér nú 70.000 merar, ég ætla að ríða burt mótlætið út úr sveitinni.“ Þá segir karl: „Ég hef lengi ætlað að spyrja yður að nokkru – því vitið þér það ekki, þá veit það enginn – hvað hét maðurinn sem sló hann Kain?“ […] Ég þakka þér innilega þín hjartanlegu hluttekningarorð til mín! Þegar ég er frískur og ekki hjartveikur – þá beygist ég seint fyrir ytra mótlæti – sama heimta ég af hverjum vel menntuðum manni – ég tala ekki um blóðnætur og bráðaköst. Þeir Steingrímur og Matthías virðast af öllum sólarmerkjum að dæma hafa verið feiknarlegir vinir. Það kom þó ekki í veg fyrir að kastaðist í kekki með þeim, svo mjög raunar að þeir töluðust ekki við í tuttugu og fimm ár, eða allt frá því að þeir gáfu út saman kvæðaþýðingar sínar í bók sem hét Svanhvít og töldu síðan að hvor hefði verið hlunnfarinn af hinum þegar kom að uppgjöri. Upp úr aldamótum virðast þeir hins vegar hafa tekið upp þráðinn og héldu vináttu sinni allt til æviloka. Til marks um það hve kært var með þeim þegar vinátta þeirra stóð í blóma er fallegt bréf sem Matthías skrifar vini sínum þann 27. ágúst 1872 – síðasta varðveitta bréfið sem þeim fór á milli fyrir þögnina löngu. Hann segir frá því er hann kemur á bernskuslóðir Steingríms – þetta er fögur lýsing og niður­ lagið er tignarlegt. Klukkan 4 um sólaruppkomu (í ljómandi fögru veðri) vorum við (þegar ég kom upp) við Stapann þinn. Þar fór bróðir þinn með flokkinn í land og inn að Búðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.